Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
7.11.2006 | 20:52
Fimm fræknar
Meðan Edda var í heimsókn á landi ísa var þessi skemmtilega mynd tekin. Á henni má sjá Margréti Maríu ásamt móður sinni Oddnýju, ömmu Maju, Eddu ömmusystur og Ásu langafasystur að ógleymdri dúkkunni Binnu Rósu. Árið 1977 fékk Oddný dúkkuna í afmælisgjöf frá Binna heitinum og er hún því 29 ára gömul. Margrét María og Binna eru miklar vinkonur.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.10.2006 | 17:35
Deild 11B
Þá er 11. gjafavikan orðin að veruleika og styttist því óðum þrautaganga Maju, hvað lyfin varðar. Edda systir hennar mætti í starfskynningu á LSH og getur því yfirgefið Klakann með sælubros á vör. Það var afar ánægjulegt að hún skyldi geta komið og verið hér í nokkra daga.
Tvísmelltu á myndina!
Vinir og fjölskylda | Breytt 8.11.2006 kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.10.2006 | 16:31
Frúin í Horsens
Edda kom í heimsókn til landsins og hefur farið víða. Stutt heimsókn í Litla Holt var hluti af leiknum. Þar er allt í ryki en komið að því að hreinsa út og fara mála slotið.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2006 | 12:01
Gamlar vinkonur
Í kvöld ætla nokkrar vinkonur að hittast eftir langt hlé. Fyrir margt löngu stunduðum við nám saman á Alþýðuskólanum á Eiðum og lögðum saman af stað út í lífið. Á Eiðum var nú ýmislegt brallað og hefur margt drifið á daga okkar síðan þá. Verður aldeilis gaman að rifja upp gamlar stundir og eflaust mikið hlegið. mn
Vinir og fjölskylda | Breytt 17.10.2006 kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2006 | 21:03
Ljósið
Mig langar til að segja ykkur frá Ljósinu sem er endurhæfingastöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Netfangið er ljosid.org og þar er ýmsan fróðleik að finna. Margvísleg starfsemi er í Ljósinu, boðið upp á handverk af ýmsu tagi, útivist, námskeið og fræðsluerindi um allt milli himins og jarðar. Ég bæti við frekari fróðleik síðar en þessi starfsemi er mjög merkilega og ástæða til að vekja athygli á henni. Endurhæfing er mikils virði þegar fólk stendur í stórræðum sem óneitanlega fylgja sjúkdómum. Ég er nú reyndar svo heppin að geta stungið mér í vinnuna mína í Kennarahúsinu og er það ótrúlega mikil endurnæring og mikill hlýhugur sem ég finn frá mínu góða samstarfsfólki.
Góða veðrið hefur aldeilis lífgað upp á tilveruna hjá okkur hér í höfuðborginni og hvatt til göngutúra og skoðanaferða um svæðið. Mannlífið verður allt öðruvísi þegar vel viðrar, t.d. spjöllum við Þórarinn nágranni minn meira saman núna en oft áður. Þórarinn er ótrúlegur maður - kominn á níræðis aldur og fer út á hverjum degi og dittar að sínu, húsi og garði og heldur öllu í horfinu. Og alltaf í góðu skapi. mn
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2006 | 19:52
Hvítu blóðkornin
Þegar ég mætti á LSH í morgun til að þiggja minn venjulega lyfjaskammt kom í ljós að hluti af hvítu blóðkornunum hafði fækkað svo mikið að ekki var talið ráðleggt að hefja lyfjagjöf að svo stöddu. Þess vegna er ekki gjafavika núna heldur ,,auka sæluvika". Er þetta í fyrsta skipti sem fresta þarf lyfjagjöf hjá mér. Fékk ég þau fyrirmæli frá lækninum að borða vel og mikið af hollum mat og stunda útivist. Með það að leiðarljósi fór ég út í daginn og skellti mér í langan göngutúr með Hjördís minni og Nóa Kárasyni og kynntu þau fyrir mér nýju heimkynni sín við Elliðavatn. En þar er fallegt og friðsælt eins og allir vita og ótrúlega góð orka þar um slóðir. Hvað varðar holla matinn þá er ég undir miklum áhrifum frá Sollu í himneskri hollust þessa dagana og gæti vel að því sem ég læt ofan í mig. mn
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2006 | 21:00
Síungir kennarar
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2006 | 20:46
....kátt í höllinni
Í dag var kátt i höllinni þegar gengið var frá túnþökum í Litla Holti. Fagraþingið mætti allt eins og það leggur sig og með slæddist Oddný Svanhildardóttir og Garðar Gunnlaugsson tók góða rispu. Julefrokosten verður í den lille í ár. Kartöflur teknar upp og góð uppskera.
Sæluvika runnin upp og meiningin að vinna nokkur handtök; gjafavikan gekk vel. Rigning og rok hér um slóðir en sól og blíða hjá vinum og vandamönnum ytra og njóta þeir vonandi vel. Heyrist reyndar að menn séu rétt að ná sér eftir Rolling Stones í Horsens. mn
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2006 | 00:29
Maju börnin
Tindur Nafnið Tindur kemur fyrst fyrir á landnámsöld samanber Tindur á Tindsstöðum, ábyggilega frægur kappi, einnig er Tindur Hallkelsson nefndur í Íslendinga sögum, ekki fara sögur af því að þeir kappar hafi iðkað fótbólta eins og Tindur Kárason nafni þeirra gerir. Nafnið fær auknar vinsældir eftir miðja síðustu öld og í dag er þó nokkrir sem heita þessu nafni. Orðið Tindur merkir sá sem stendur upp úr.
Nói Nafnið Nói kemur fyrst fyrir hér á landi á 19. öld og hefur nafnið notið vaxandi vinsælda. Það finnst í báðum ættum Maju ömmu hans. Nafnið er sótt til Biblíunnar og er af hebreskum toga. Sumir telja það merkja hvíld, aðrir ætla að það merki langlífi. Í Gamla testamentinu segir frá Nóa og örkinni, sem hann og synir hans smíðuðu að boði Guðs til að bjarga sér og dýrum jarðarinnar úr syndaflóðinu. Nói og Tindur eru synir Kára og Hjördísar.
Andri Luke Nafnið Andri er ungt nafn í íslensku kemur fyrir í byrjun 20. aldar og merkir eiginlega skíðamaður. Orðið andri er eingöngu norrænt og á sér engar beinar samsvaranir í germönskum málum. Nú á dögum er nafnið eitt af tískunöfnunum á Íslandi. Nafnið Luke er stytting úr Lucas og er vinsælt á erlendri grundu. Í nöfnunum blandast saman; andar, skíði, bardagamenn, biblíupersónur, teiknimyndahetjur og vísindaskáldsagnapersónur. Andri Luke er sonur Snorra og Lydiu sem búsett eru í NY.
Kári Daníel Nafnið Kári er þekkt allt frá Landnámsöld og sá kappi sem þekktastur var á þeim tíma hét Kári Sólmundarson, fóstbróðir Njálssona. Nafnið er vinsælt hérlendis og merkir hrokkinhærður maður. Nafnið Daníel er þekkt á Norðurlöndum allt frá 12. öld, það er Bíblíunafn komið úr hebrsku og vinsælt víða um heim. Kári Daníel er sennilega eini Íslendingurinn sem ber þessa tvennu. Hann er sonur Oddnýjar og stjúpsonur Hallgríms.
Margrét María Bæði þessi nöfn hafða verið algeng hérlendis í aldaraðir. Margrét er upprunalega grískt nafn og merkir perla. Það er meðal algengustu kvenmannsnafna í evrópskum konungaættum. María er tökuheiti úr latínu komið úr grísku, merking þess er óljós, en sú þekktasta er að sjálfsögðu María guðsmóðir. Bæði nöfnin eru heiti helgra meyja og dýrlinganöfn. Margrét María heitir eftir ömmum sínum og er dóttir Oddnýjar og Hallgríms.
Vinir og fjölskylda | Breytt 15.9.2006 kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2006 | 17:51
Sæluvika
Fallegur dagur í höfuðborginni; sól og hlýtt. Skólastarf að rúlla af stað og kennari heimilisins að ná tökum á vetrarstarfinu. Sæluvikan framundan með öllum sínum fyrirheitum ...........
Er nú bara alveg andlaus í dag, skrifa kannski meira síðar en minni menn á að skoða heimasíðuna sem Eggert bendir á hér að neðan. mn
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)