Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
10.2.2007 | 21:20
Litla-Holtsferðin
18.1.2007 | 22:30
Heiti potturinn
Í árslok skundaði ættleggurinn austur fyrir fjall og skellti á fundi í sundlauginni á Stokkseyri. Í heita pottinum var liðið ár gert upp og drög lögð að því næsta. Fundargerðin verður birt síðar á þessum vettvangi en mörg mál voru reifuð og mikill hugur í leggnum. Árið 2007 þykir sérleg lofandi og bíða mörg ögrandi verkefni leggsins; Oddný tekur sæti í Borgarstjórn og var það mál manna að tímabært sé að rödd ættleggsins hljómi þar, Margrét María er enn að glíma við móðurmálið og er það stórmál fyrir litla stúlku; árið getur ekki fært MN annað en gæfu eftir ósköpin sem dundu yfir á liðnu ári; hennar bíður gleði og grænir fingur. Yfir mæðrum hinna ungu drengja (Hjördísi og Lydiu) hvílir mikil dulúð og þeirra framtíð alsendis óráðin og svo má einnig segja um karllegginn. Yfir honum hvílir mikil leynd; er skáldsaga í burðarliðnum? eða ljóðabók? hvað taka Brooklynfeðgar sér fyrir hendur? fleiri störf í LA? (gott að rödd leggsins hljómi þar líka) þó er næsta víst að Andri Luke þarf (ásamt Nóa sem var vant við látin og komst ekki á fundinn) að glíma við sama (móður)málið og Margrét María og á hann mikið verk fyrir höndm þar sem hann er tvítyngdur. Okkur skilst að Kári stóri, Tindur (komust ekki á fundinn sökum anna) og Kári Daníel ætli að sinna sérverkefnum eins og venjulega og var umræðu um þeirra þátttöku í störfum leggsins frestað til næsta fundar sem hefur ekki enn verið ákveðinn. Eggert er að skríða á eftirlaunaaldurinn á ,,næstu árum" samkvæmt hinni víðfrægu 95árareglu. Ríkir einnig mikil leynd yfir því og æsispennandi að fylgjast með - hvenær hættir EL að kenna? Er líf eftir kennslu?
Eftir vel heppnaðan fund var snæddur hádegisverður í Rauða húsinu á Eyrarbakka og síðan farið í gönguferð meðfram Atlantshafinu og verður að segjast eins og er að notalegra er nú að rölta eftir ströndum Miðjarðarhafs. En þetta var góður túr í alla staði.
Maja
Smellið á myndirnar til vinstri og njótið.
Vinir og fjölskylda | Breytt 20.1.2007 kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2007 | 22:09
Börn að leik í snjónum
ummm.... ég elska þennan snjó!
Kári Daníel hefur myndað flugbraut í snjóinn með sporum sínum
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2007 | 23:01
Snjór, snjór, snjór og meiri snjór
Nú er eins gott að eiga góðar skóflur - snjóinn kyngir niður og höfum við átt góðar stundir út þ.e. við hjónin við snjómokstur og í gær bjuggum við Kári Daníel til snjóengla í garðinum við Sjafnargötu. Langt síðan englagerð hefur verið stunduð enda snjóleysa ríkt hér um slóðir lengi. M. María var mjög undrandi á þessum hvítu flygsum sem þyrluðust látlaust um loftið og reyndi hún í sífellu að góma þær. Um daginn auglýsti ég eftir myndum á síðunni minni og hreif það umsvífalaust (Langþráður); núna auglýsi ég aftur eftir myndum - í þetta skipti af börnunum að leik í snjónum.
Dreif mig í yoga á fimmtudaginn og síðan í gönguferð niður við sjó (við Ægisíðuna) í kompaníi með Ljósberum úr Ljósinu. Það gekk bara vel og er nú stefnt á slíkar líkamsfettur reglulega. Er með pínu harðsperrur eftir snjómoksturinn enda mokað dag eftir dag. Tengdadóttir mín í NY sendi mér þessa líka fínu skó í gær - hlýir enda loðfóðraðir og fisléttir; ég svíf um eins og álfamær. Og diskurinn góði með jólamyndunum kominn í hús og aldeilis gaman að endurupplifa the spirit of Christmas. Annars allt gott héðan og kannski sigla vísur inn á bloggið - hver veit.
Læt fljóta hér með heimasíðu Ljósins www.ljosid.org
og bloggið hennar Ástu Lovísu, það er bjart yfir henni núna http://www.123.is/crazyfroggy
Maja
Vinir og fjölskylda | Breytt 17.1.2007 kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2007 | 17:43
Langþráður
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2007 | 16:20
Góðar fréttir
Við Agnes krabbameinslæknir gerum smá hlé á stefnumótum okkar, niðurstöður rannsóknanna í gær voru góðar og engar vísbendingar um að neitt slæmt sé að grassera. Við ætlum að hittast næst í apríl, á sama stað. Nú er bara að takast á við næsta skref og gleðjast með góðum.
Þegar horft er út um stofugluggann núna kl.17:20 blasir halastjarnan McNaught við sjónum okkar á suðvestur himni. Fögur sjón og veit örugglega á gott. Halastjarna er lítill þokukenndur hnöttur í sólkerfinu sem hefur um sig hjúp. Þegar hún kemur í grennd við sólu blæs sólvindurinn hjúpnum út í hala sem vísar alltaf frá sól.
En annars blasir árið 2007 við Austurbrúningum með fögrum fyrirheitum. Á föstudaginn hitti ég mínar góðu vinkonur í Langþráði og bíð eftir myndum úr partýinu frá Kristjönu, vonandi koma þær fljótlega? Þrettándakvöldinu eyddum við með Jóhönnu Rakel og Eggerti Aroni frá Fífuvöllum. Framundan eru bara góðir dagar held ég ....
Maja
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.1.2007 | 21:37
Á nýju ári
Í dag fór ég í sneiðmyndatöku og blóðprufur og fæ niðurstöður úr hvoru tveggja á morgun. Hef verið dálítið kvíðin um helgina - verð nú bara að viðurkenna það. En eftir hádegi verður vonandi breitt bros á minni og þá er hægt að snúa sér að næsta áfanga sem er skurðaðgerð til að tengja ristil og snyrta magann á frúnni. Einhvern tímann lýkur þessu og þá verður hægt að tala um betri tíð með blóm í haga......... mn
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2007 | 22:16
65 ára
Þessar hringhendur urðu til af því tilefni að Ólafur Rúnar vinur minn er sextíu og fimm ára í dag.
Þína snilli þakka ber,
þegninn gyllir friðinn.
Löngum hylli ljúfan ver,
lipra milliliðinn.
Vinur blómast blessun er,
blíður, ljómar, glaður.
Óskir frómar færi þér,
fimi sómamaður. EL
Vinir og fjölskylda | Breytt 9.1.2007 kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2007 | 23:23
Um áramótin
Áramótin voru fremur friðsæl að mati lögreglunnar þó óvenjumörgum flugeldum væri skotið á loft. Veður var kyrrt á höfuðborgarsvæðinu og hávaðinn af flugeldunum var afar mikil um miðnættti og lagði reyk yfir svæðið. Fréttir herma að fá slys hafi orðið vegna flugeldanna en eldra fólk í sumum hverfum gat ekki sofið, einkum í Garðabær. Þá varð þessi hringhenda til:
Áramótin margir dá,menn því skjóta blysum.
Fáir njóta friðar þá,
flestir blóta slysum. EL
Vinir og fjölskylda | Breytt 3.1.2007 kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2006 | 21:54
Skötuveisla
Það er orðin venja að mæta í skötuveislu hjá Ólafi Rúnari og Kristínu Dúllu í Hafnarfirði á Þorláksmessu. Af því tilefni urðu til nokkrar hringhendur sem við félagarnir fluttum í lok borðhaldsins.
Á Þorláksmessu mætum kát,
magnast þessi hrina.
Skerðist stress við skötuát,
skynjum blessunina.
Eðalsteina ársins tel,
eyða hreinum trega.
Hjónin reynast voða vel,
virka greinilega. EL
Núna þegar nálgast jólin,
nefni ég þátt frelsarans,
eyðir trega eins og sólin
innri fegurð sérhvers manns.
Blessuð jólin, nálgast nú
niður sólin gengur,
upp í bólið ættir þú
ögn að dóla lengur. BÞ
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)