Til umhugsunar

Göfug ljóðin gerast þín,
geðug fljóðin metur.
Öðlast góða yfirsýn,
okkur hljóða setur.           EL


Afmælisbörn í janúar

Í janúar eiga margir góðir menn og konur afmæli. Nýjasti meðlimur í fjölskyldunni fæddist 8. janúar og ber nafnið Marcus og er sonur Lárusar Freys og Jane í Danmörku. Og ég kominn með þann virðulega titil langömmusystir. Fleiri góðir menn og konur eiga afmæli í janúar t.d. Snorri Sturluson, f. 2. jan. Ólafur Rúnar fæddur 7. janúar og Valla frænka fædd 13. janúar.

Síðbúin þrettánda gleði

Vegna skringilegheita við jólin var þrettánda gleðin haldin 12. janúar og þá voru allir hressir og kátir og ekki slegið slöku við flugelda- og skotæfingar. Ásdís Heiða og Jóhanna Rakel dunda sér við bláu kúlurnar og reyndar undu allir glaðir við sitt. og afasrákurinn Eggert Aron
Afastelpurnar og bláu kúlurnar


Jólahangikjötið 2007

Hjá mér og mínum er jóladagur einn mesti hátíðisdagur ársins og allir fara í spariskap og snæða saman hangikjöt og víðfræga aspassúpu. Undanfarið höfum við fengið hangikjöt frá Möðrudal á Fjöllum og bregst það ekki. Síðan er spjallað og spilað og ýmislegt gert sér til gamans. Að þessu sinni voru Snorri, Andri og Lydia í Texas en sendu okkur video upptöku á aðfangadagskvöld og var það aldeilis upplifun og ekki laust við að sumum vöknaði um augu að fá þessar elskur inn í stofu en samt svo langt í burtu. Það fór vel um Eggert á Borgarspítalanum þennan dag en leiðinlegt fyrir okkur að hafa hann ekki hjá okkur. Síðbúnar hugleiðingar um jól og nokkrar myndir fljóta með.


2008

Árið 2008 gengið í garð og lofar bara góðu. 2007 var nú svolítið snúið á köflum - endaði með því að húsbóndinn á heimilinu fór í beina samkeppni við húsmóðurina hvað heilsufar varðar og skellti sér á Borgarspítlann á aðfangadag með svæsna lungna- og berkjubólgu var þar fram að áramótum. Jólin 2007 verða eftirleiðis kölluð skrýtnu jólin. En hann er allur að koma til en er enn sjúkrameldaður og getur dundað ýmislegt innandyra og kann ég bara ágætlega við að hafa hann svona heimavinnandi. Jól og áramót mótuðust af þessum sérkennilegu aðstæðum en að öðru leyti fór allt vel fram. Jólatréð var skreytt að vanda og fengum við til þess góða hjálp frá JR og EA sem eru mjög efnileg í faginu.

Brooklynbúinn

Snorri sonur minn skaust til landsins ísa í tvo sólarhringa og þarf ekki að fjölyrðu um ánægju vina og vandamana með það uppátæki hjá honum. Hann var í ,,vinnutengdri" ferð og upptekinn við það en hafði samt tíma fyrir fjölskylduna. I gærkvöldi snæddum við saman kvöldverð á Næstu grösum og eru myndir hér því til staðfestingar, pabbinn - börnin og tengdabörnin. En núna er Brooklyn tekið við ekki að vita hvenær hann kemur aftur austur um haf. En yndislegt var að fá hann þó stundinn hafi verið stutt.Flottur flokkurÁ tali


Skötuskrall

Skötuskrall

Húsbóndinn býður ábót

Laugardaginn 22. desember var haldin skötuveisla í Lindarhvammi hjá Dúllu og Rúna, árviss atburður.  Myndirnar tala sínu máli, Björúlfur bróðir Rúna flutti ljóð sem hann kallar Skötuskrall.  Ekki verður það birt að þessu sinni.

 

 




Vísnavinir kveðjast


Ljóð

Þú ert minn dagur,
þú ert mín nótt,
þinn heilagi kross
á bringu þér.
Heldur okkur
okkur saman í huga og hér.

Höfundur GEL


Tómlegt í kotinu

Nú eru mín ágæta systir og mágur farin til síns heima eftir 10 daga heimsókn á Fróni. Daglegt líf hjá þeim í Danmörku tekið við og það sama gildir hér. Rúmar 3 vikur eru síðan ég lagðist á skurðarborðið hjá Tómasi lækni og batinn kemur í hænufetum eins og sólin sem lækkar á lofti dag hvern eftir sama lögmáli. Rólegheitin hafa leitt til þess að ég er farin að prjóna og er það ágætis dægradvöl þegar allt snýst um að passa sig og forðast ,,snöggar" hreyfingar. Frekar er þó tómlegt í kotinu en prjónaskapurinn styttir mér stundir og gott að eiga Ljósið að og hitta fólk. Þangað sæki ég styrk og félagsskap.

Heilbrigðismál

Í dag langar mig til að minnast á Tímaritið Heilbrigðismál - sem er tímarit Krabbameinsfélagsins - júlí hefti 2007. Þar er fjallað um ristilkrabbamein og m.a. sagt frá þingsályktunartillögu um skipulagða leit að krabbameini í ristli sem var samþykkt á síðasta degi Alþingis í vor. Er áætlað að hefja skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi á árinu 2008 og vonandi gengur það eftir. Allir viðstaddir þingmenn samþykktu tillöguna. Krabbamein í ristli og endaþarmi er næstalgengasta krabbamein meðal Íslendinga. Því fyrr sem meinið greinist því meiri líkur eru á lækningu og því brýnt að skimun fyrir ristilkrabbameini verði tekin upp hið fyrsta í íslensku heilbrigðiskerfi. Í þessu ágæta tímariti eru margar fróðlegar greinar um margvísleg mál sem snúa að heilsu og heilbrigði, ,,Að lifa með krabbameini" er athyglisverð grein um aðferð til að takast á við sjúkdóminn. Einnig eru viðtöl við fjóra valinkunna einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og er eitt viðtalið við bloggara þessa bloggs - svo endilega lesið blaðið ef þið rekist á það.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband