15.1.2008 | 08:08
Til umhugsunar
Göfug ljóðin gerast þín,
geðug fljóðin metur.
Öðlast góða yfirsýn,
okkur hljóða setur. EL
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2008 | 19:41
Afmælisbörn í janúar
Vinir og fjölskylda | Breytt 31.1.2008 kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.1.2008 | 19:13
Síðbúin þrettánda gleði
Vegna skringilegheita við jólin var þrettánda gleðin haldin 12. janúar og þá voru allir hressir og kátir og ekki slegið slöku við flugelda- og skotæfingar. Ásdís Heiða og Jóhanna Rakel dunda sér við bláu kúlurnar og reyndar undu allir glaðir við sitt.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2008 | 19:01
Jólahangikjötið 2007
Hjá mér og mínum er jóladagur einn mesti hátíðisdagur ársins og allir fara í spariskap og snæða saman hangikjöt og víðfræga aspassúpu. Undanfarið höfum við fengið hangikjöt frá Möðrudal á Fjöllum og bregst það ekki. Síðan er spjallað og spilað og ýmislegt gert sér til gamans. Að þessu sinni voru Snorri, Andri og Lydia í Texas en sendu okkur video upptöku á aðfangadagskvöld og var það aldeilis upplifun og ekki laust við að sumum vöknaði um augu að fá þessar elskur inn í stofu en samt svo langt í burtu. Það fór vel um Eggert á Borgarspítalanum þennan dag en leiðinlegt fyrir okkur að hafa hann ekki hjá okkur. Síðbúnar hugleiðingar um jól og nokkrar myndir fljóta með.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2008 | 18:55
2008
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2008 | 21:03
Brooklynbúinn
Snorri sonur minn skaust til landsins ísa í tvo sólarhringa og þarf ekki að fjölyrðu um ánægju vina og vandamana með það uppátæki hjá honum. Hann var í ,,vinnutengdri" ferð og upptekinn við það en hafði samt tíma fyrir fjölskylduna. I gærkvöldi snæddum við saman kvöldverð á Næstu grösum og eru myndir hér því til staðfestingar, pabbinn - börnin og tengdabörnin. En núna er Brooklyn tekið við ekki að vita hvenær hann kemur aftur austur um haf. En yndislegt var að fá hann þó stundinn hafi verið stutt.
Vinir og fjölskylda | Breytt 14.1.2008 kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2007 | 22:44
Skötuskrall
Skötuskrall
Laugardaginn 22. desember var haldin skötuveisla í Lindarhvammi hjá Dúllu og Rúna, árviss atburður. Myndirnar tala sínu máli, Björúlfur bróðir Rúna flutti ljóð sem hann kallar Skötuskrall. Ekki verður það birt að þessu sinni.
Vinir og fjölskylda | Breytt 10.1.2008 kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2007 | 20:37
Ljóð
Þú ert minn dagur,
þú ert mín nótt,
þinn heilagi kross
á bringu þér.
Heldur okkur
okkur saman í huga og hér.
Höfundur GEL
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2007 | 15:14
Tómlegt í kotinu
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2007 | 22:48
Heilbrigðismál
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)