Hvítserkur

Heillar strönd viđ Húnafjörđ
hefur margt ađ bjóđa,
kynnum fagran klettadrang
Hvítserk međal ţjóđa.

Aldan sverfur basískt berg
brimiđ á ţví skellur,
oft ţó komi erfiđ tíđ
aldrei steinninn fellur.

Kalda lít ég klettabrík
krýnda fugladriti.
Heimaslóđin Húnaţing
heldur sínu gliti.                EL


Hinn eilífi svefn

Ţegar sef ég út í eitt
ekki stefin kvikna.
Ţá lífiđ hefur litlu breytt
ef ljóđabréfin stikna.
 

Oft um nćtur yrkja vil
andinn mćtir glađur.
Orku bćtir af og til
afar gćtinn mađur.         EL
  


Hallgrímur afmćlisbarn

Halgrímur og Margrét MaríaÍ dag á hann Hallgrímur afmćli. Hann er sambýlismađur einkadóttur minnar og hefur ţví sérstöđu á ţessu heimili og hlotiđ nafnbótina uppáhalds tengdasonurinn. Hallgrími er margt til lista lagt, semur m.a. sögur og ljóđ og málar myndir. Merkasta afrek hans í okkar augum er samt dóttir hans, litla ömmustelpan mín, hún Margrét María sem fćddist í maí 2005. Hann hefur einnig gengiđ ömmustráknum mínum Kára Daníeli í föđurstađ og er ţáttur hans í ţessari fjölskyldu geysi stór.
Fyrir áramótin sýndi hann okkur mikiđ listaverk sem hann málađi og er trúlega dýrasta málverk Íslandssögunnar en andvirđi ţess 21.000.000 kr. rann til hjálpar nauđstöddum börnum í Afríku. Listaverkiđ er svo magnađ ađ ţađ bókstaflega límdist á sjónhimnuna og sé ég ţađ ljóslifandi fyrir mér.  Einn auđmanna ţjóđarinnar snarađi fram ţessum milljónum og verđur gaman ţegar ţetta kyngimagnađa málverk verđur kynnt fyrir ţjóđinni.  Mörg ljóđa Hallgríms eru skemmtileg og rákumst viđ hjónin á sonnettur eftir hann á vef Jónasar Hallgrímssonar fyrir stuttu. Bóndinn á ţessum bć hefur veriđ ađ leika sér viđ sonnettugerđ undanfariđ, ég birti kannski sonnetturnar ţeirra síđar. Hallgrímur er drengur góđur og sinnir stórfjölskyldunni vel og auđgar líf okkar og mesta listaverkiđ hans er Margrét María - augasteinn ömmu sinnar og yndi allra. MN


Útskrift frá Bifröst

Hópur laganema, Valgeir annar f.h. í öftustu röđValgeir Már útskrifađist í gćr međ BS próf í viđskiptalögfrćđi frá Háskólanum á Bifröst.  Hann hóf námiđ á haustönn 2005 og hefur ţví haldiđ vel á spöđunum.  Skólinn er í örum vexti og gaman ađ sjá hvernig hann vex og dafnar í hrauninu viđ Grábrók.  Umhverfiđ setur mark sitt á skólastarfiđ; bćđi hvađ varđar námiđ og eins félagslífiđ.

Viđ óskum Valgeiri hjartanlega til hamingju međ ţennan merka áfanga og erum viss ađ námiđ muni nýtast honum í starfi og leik.  Hann hefur nú ţegar fengiđ starf í sinni heimabyggđ Sauđárkróki.


Bestu fréttir

Á mánudaginn fór ég ađ hitta Agnesi Smáradóttur, krabbameinslćkninn minn. Ţá lágu fyrir niđurstöđur úr sneiđmyndatöku og blóđprufum sem teknar voru vikunni áđur og er skemmst frá ţví ađ segja ađ allt litur ljómandi vel út í líkama mínum.  Smile  Ég veit ađ margir lesa bloggiđ mitt og er ég mjög stolt og ţakklát fyrir ţađ -ćttingjar, vinir og vandamenn hafa fylgst međ sjúkdómsbrölt mínu undanfarin tvö ár og veitt mér ómetanlegan stuđning og uppörvun. En nú er ţađ versta ađ baki og tími til kominn ađ bretta upp ermarnar og komast í mark. Bestu kveđjur og ţakklćti til allra. María

 

ps er ekki hćtt ađ blogga og held áfram međ afmćlissyrpuna......... ábendingar vel ţegnar.


Afmćlisbarn 4. febrúar

Atli Björn les ljóđ í afmćli föđur sínsUm daginn auglýsti ég eftir ţátttakendum í afmćlissyrpu febrúarmánađar en enginn hefur gefiđ sig fram enn sem komiđ er. Áhugaleysi blogglesara mun ekki aftra mér frá ađ halda ótrauđ áfram og í dag er Atli Björn E Levy afmćlisbarn. Hann er orđinn 28 ára, strákurinn, - stór og sćtur karlmađur. Á myndinni er hann ađ lesa upp ljóđ í afmćli pabba síns frá ţví í fyrra, ljóđiđ er eftir Kristínu Ţorsteins, KŢ - sem hún orti til vinar síns og samkennara, Eggerts. Atli Björn er orđinn töluvert fullorđins, búinn ađ mennta sig og farinn ađ vinna og býr međ sinni ágćtu kćrustu Ásdísi Jónu. Hann fylgir sem sagt ekki spćnska kerfinu sem mikiđ var í fréttum á dögunum en eins og menn muna ţá er Hótel mamma dáldiđ vinsćl á Spáni. Atli Björn er gull ađ manni, íţróttamađur og heilbrigđ sál í hraustum líkama. Hann hljóp heimdragann ađ hćtti Fjölnismanna og stundađi nám erlendis, í Ţýskalandi og BNA - nánar til tekiđ í Seattle, ásamt ţví ađ líta viđ í HÍ. Ekki fara sögum af eymd og volćđin hjá honum eins og hrjáđi ţá Fjölnismenn á sínum tíma, alla vega var ekki efnt til samskots til ađ halda í honum lífinu. Enda námslán og ađrir möguleikar í bođi núna og trúlega hefur Atli fengiđ styrki til ađ stunda sitt nám enda mikill námsmađur og mađur góđur og margir tilbúnir ađ veđja á hann.
Umsóknarfrestur til ađ taka ţátt í afmćlissyrpunni rennur aldrei út, endilega hafiđ samband og bendiđ á áhugaverđ afmćlisbörn. Smile


Merkismenn

Agnar flytur rćđu í sextugsafmćli bróđur síns

Úr ljóđi til Agnars ţegar hann varđ sextugur

Framámađur sinnar sveitar,
setti markiđ hátt.
Stefnufastur stöđugt leitar,
stendur viđ sinn ţátt.

María, Bragi, Lárus, Edda og Ása










Niđurlag á ljóđi til Lárusar ţegar hann varđ sextugur
Megi farsćld fylgja ţér
fögur tilvist skína.
Láttu aldrei góđi grér
gleđi ţína dvína.

Afmćlisbörn dagsins eru Agnar J Levy og Lárus Gíslason sem eru báđir mágar mínir. Til hamingju međ afmćliđ kćru karlar. Á efri myndinni er Agnar mágur minn og á ţeirri neđri má sjá Lárus sem er líka mágur minn. Ţessir kátu karlar eru skemmtilega samtaka í garđ mágkonu sinnar hvađ varđar afmćlismál. Lárus er á miđri neđri myndinni ásamt Braga Erlends og Norđdahls fraukunum Maríu - Eddu og Ásu - á góđri stundu. Ţá eru nú afmćlisbörn janúar komin á bloggiđ. Afmćlisbörn febrúar eru vinsamlega beđin ađ gefa sig fram hiđ fyrsta svo undirbúningur geti hafist fyrir frekari útfćrslur. MN


Merkisbarn

Markús sonur Lárusar Freys og JaneŢessi mynd er af Marcus litla sem er sonur Lárusar Freys og Jane sem búa í Horsens í Danmörku. Hann fćddist 8. janúar og er ţví eitt af afmćlisbörnum janúarmánađar ásamt fleiri merkismönnum. Lárus Freyr er sonur Hörpu Lárusdóttur sem er dóttir Eddu systur minnar. Ţegar grant er rýnt í ćttfrćđina ţá kemur í ljós ađ ég er langömmusystir ţessa litla snáđa. Finnst mér ţađ mjög virđulegur titill. Ef smellt er á myndina er hćgt ađ skođa ţennan fallega dreng betur og glöggir sjá ađ hann líkist föđur sínum töluvert.  MN

Vísnavinir

Ađ eiga vísnavin er skemmtileg dćgradvöl.  Eftirfarandi fimmlínu hringhendu sendi ég mínum vísnavini, Björgúlfi Ţorvarđarsyni á Hrafntóftum, ekki alls fyrir löngu.

                                                                                                             Vísnavinir

 Fćrni ţína ţekkja má
 ţroskinn skín međ sanni.
 Ljóđin sýna líka ţrá

 lofiđ dvínar ekki, hjá

 feikna fínum manni.            EL


Spánarspark

Nýlega skorađi Eiđur mark fyrir Barcelona, ţá kviknađi ţessi fimmlínu hringhenda:
Eiđur tekur Spánarspark
spretti frekar netta.
Brosiđ vekur, bćtir kjark,
boltinn lekur ţá í mark,
sumir sekir detta.            EL 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband