Á Gamlárskvöld

Gleðin skín á Gamlárskvöld
grannar borða saman.
Áramótin mjúk og köld
mikið er þó gaman.         EL


Parið prúða í Belgrad

Þungu fargi er létt af þjóð vorri. Við komumst upp úr ,,bölvaða riðlinum" í Evrópukeppni sjónvarpsstöðva. Loks getum við haldið heiðarlegt euróvísjónpartý aftur. Parið prúða sem þjóðin valdi til að stíga á stokk í Belgrad fyrir okkar hönd  stóð sig frábærlega og átti skilið að komast áfram. Regína er stórkostleg söngkona og mikil díva og hefur fyrir löngu unnið hug og hjörtu þjóðarinnar. Þeir sem þekkja hana og hafa fylgst með í gegnum tíðina samgleðjast henni innilega og eru stoltir af henni. Friðrik Ómar er mikill sjarmör og góður söngvari og saman mynda þau glæsilega heild. Á mínu heimili var pínulítið euróvisjónpartý og þegar Ísland var lesið upp hoppuðu allir af gleði og yngsti partýgesturinn sveiflaði 17. júní fánanum ótt og títt og hrópaði ÁFRAM ÍSLAND!

Arna frænka mín

Litla snúllan hún Arna á afmæli í mars nr. 10. Hún fæddist 1992 og er því 16 ára snótin sú. Arna hefur alltaf verið sniðug snúlla, þegar hún var lítil kallaði hún mömmu sína og pabba gjarnan ,,Rúna mín og Gísli" fannst væmið að nota mamma og pabbi. Hún er listfeng í meira lagi, semur sögur, málar og teiknar myndir og sendi föðursystur sinni sögur og listaverk í pósti þegar hún var yngri. Teiknimyndirnar hennar eru tær snilld, kannski ég fái að birta nokkrar seinna meir á blogginu mínu? Hún á eftir að láta að sér kveða í listaheiminum - á einn eða annan hátt sú stutta, fylgist bara með! Arna er dóttir Gísla bró og Rúnu mágkonu. Og hún býður Maju föðursystur sinni á tónleika þegar Kársneskórinn syngur - hún er einn söngfuglanna af suðurlandi og er yndisleg.

Edda sys

Edda sys á afmæli sama dag og Rúna mágkona 22. mars og fellur því í skuggann sem afmælisbarn þetta árið enda státar hún ekki tugi núna. En afmæli á hún þennan dag og var stödd á Tenerife á afmælisdaginn í ár; mikil hreyfing á fjölskyldunni þessa marsdaga.
Fjórar konur hafa skipt miklu máli í lífi mínu; móðir mín Oddný (látin), Edda sys, Oddný dóttir mín og síðast bættist Margrét María dótturdóttir mín í hópinn. Þessar konur eru allar áhrifavaldar í lífi mínu, ýmist sem fyrirmyndir, góðar vinkonur, þær segja mér til syndanna og ég þeim en fyrst og fremst eru þær bara til og mér finnst óendanlega vænt um þær allar, hverja á sinn hátt.
Og Edda sys er bara besta systir í heimi.

Hestamaðurinn í ættinni

Sigurður Örn E Levy átti afmæli 29. mars og er töluvert genginn í fertugt. Hann er forfallinn hestamaður og ræktar hesta með ættartölu. Siggi er skemmtilegur náungi - elstur í systkinahópnum og lætur ljós sitt skína annað slagið því til áréttingar. Eggert faðir hans er stoltur af syni sínum og Knapinn knáihafa þeir náð vel saman undanfarin ár við iðnaðarmannavinnu ýmiskonar og hafa þeir m.a. unnið saman í sumarbústaðnum okkar; plötur festar í loft og ógleymanlegar stundir þegar Siggi bjástraði við uppsetningu á músanetinu. Frægastir eru þeir feðgar þó fyrir framgöngu sína við snyrtistofu eina hér í borg http://www.comfortsnyrtistofa.is  Berglind kona Sigga stjórnaði verkinu með harðri hendi og fengu þau umfjöllun í Innlit-Útlit á Skjá Einum. Þessi vinna Eggerts með sonum sínum hefur verið kölluð ,,flutningur milli kynslóða ", þá er sá gamli að ausa úr reynslubrunni sínum til næstu kynslóðar. Siggi og Berglind færðu okkur yndislega stúlku árið 2005, Ásdísi Heiðu sem er gullmoli á norræna vísu, ljóshærð, bláeygð og vel af Guði gerð. Eitt af listaverkunum okkar. mn

Nói minn 2ja ára

Nói glaðbeitturHann Nói minn er 2ja ára í dag. Kári pabbi hans er mikill spaugari og þegar hann tilkynnti mér 1. apríl 2006 að nú væri Nói í þann veginn að mæta á Hótel jörð .. ja - þá hélt ég fyrst að hann væri að gabba mig. En svo var nú aldeilis ekki - daginn eftir sá ég Nóa fyrst og féll kylliflöt fyrir honum.
Nói er ótrúlega skemmtilegur náungi, alltaf hlæjandi og tiplar á tánum eins og ballettdansari, sífellt á skondinni hreyfingu sem er eiginlega ekki hægt að lýsa og engum leiðist nálægt honum. Til hamingju með daginn elsku litla krúttið mitt. Þú et ótrúlega skemmtilegur - bara skemmtilegastur.

Rúna mágkona 6-tug

Rúna Bjarnadóttir, mágkona mín varð 60 ára 22. mars. Afmælisdeginum eyddi hún í París með sínu fólki enda mikil heimsdama. Rúna hefur verið lengi í fjölskyldunni, Gísli bró hitti hana seint á sjöunda áratug síðustu aldar og haldið fast í hana síðan. Hefur hún  fyrir löngu skapað sér sess í okkar ranni. Hún er ættuð úr Eyjafjallasveitinni, nánar tiltekið frá Skálakoti og alin upp í Ásólfsstaðakvosinni sem svo er nefnd. Sú sveit hefur gjarnan verið kölluð fallegasta sveit landsins. Rúna í París á afmælisdaginnRúnu er margt til lista lagt, er handverkskona mikil og góð - býr til fallega hluti úr öllu mögulegu og svo er hún smiður góður - málari og allt það sem lýtur að húsbyggingum er hennar yndi. Henni líður vel með Stanley-hamarinn í hönd enda er hann besti vinur hennar og hafa dætur hennar sagt að Stenleyinn fari með henni yfir í annan heim þegar sú stund renni upp. Ásamt manni sínum byggði hún hús í Stuðlaseli í Breiðholti og þegar byggingaframkvæmdir hófust mættu þau hjón með skóflu og haka og byrjuðu að moka í móanum og hægt og bítandi reis húsið. Garðrækt er henni hugleikin og garðarnir sem þau hjón hafa ræktað eru mikil bæjarprýði - fyrst í Stuðlaseli og síðar við Meðalbraut í Kópavogi. Við vissar aðstæður tekur Rúna lagið hressilega enda komin af miklum söngfuglum af Suðurlandi. Framkvæmdagleðin er eitt aðalsmerki Rúnu og hefur hún ásamt manni sínum endurbyggt sumarbústað í Grímsnesi sem þau festu kaup á fyrir margt löngu. Við hjón í Austurbrún höfum notið góðs af þessum hæfileikum og teiknaði Gísli bró nýjan/endurbyggðan bústað okkar í nágrenni við þau þar eystra og æði oft kíkti Rúna yfir öxl bónda síns við þá vinnu og lagði margt gott til málanna. Rúna er uppáhalds mágkona mín og alltaf reynst mér og mínum vel - er bara frábær.

Kveðskapur á Tenerife

Hér er mikil sólarsýn
sjaldan liðið betur.
Drekk á hverju kvöldi vín
hverfur þessi vetur.          EL


Margbreytilegur mars

Marsmánuður hefur verið viðburðarríkur i lífi Austurbrúnara og erum við sannarlega ,,brúnarar" núna enda búin að baka okkur í sólinni á Tenerife um tíma. Tenerife tilheyrir Kanarýeyjum sem er eyjaklasi í Atlantshafinu vestur af Afríku nánar tiltekið á 28. breiddargráðu og á svipaðri lengdargráðu og Ísland. Þar lifðum við miklu sældarlífi enda ekkert áreiti nema þá helst sólin og örlítill valkvíði gerði vart við sig þegar kom að ákvarðanatöku um hvar snæða skyldi dinner. Þegar heim kom tók páskafrí við með tilheyrandi sumarbústaða stússi og enn er marsmánuður ekki á enda.Whistling
Afmælissyrpan heldur áfram en heldur hef ég dregist afturúr með það enda fjöldinn allur af fólki sem eru afmælisbörn mánaðarins; Arna frænka mín, Rúna mamma hennar og mágkona, Edda sys, Siggi Levy stjúpsonur og eflaust fleira fólk sem kemur upp í hugann þegar hversdagsleikinn tekur við. mn


Andri Luke 2ja ára

Andri Luke með Snorra pabba sínumElsku ömmustrákurinn minn, til hamingju með afmælið. Mikið væri gaman að geta deilt afmælisdeginum með þér en það bíður betri tíma. Þegar þú fæddist var amma mikið veik á Lansanum en hún fékk myndir af þér í tölvuna sína strax og þar skoðuðu allir þennan fallega dreng og dáðust að og samglöddust ömmu.  Fallega nafnið þitt hæfir þér  vel, amma var mjög stolt þegar hún hélt á þér undir skírn 12. ágúst 2006 í Fríkirkjunni og þið Nói voru svo fínir í skírnarkjólunum frá langömmu.  Þá trilluðu tár niður kinnarnar á ömmu, líka þegar  hún sá þig fyrst koma inn í Leifsstöð með mömmu, skellihlæjandi og kátur eftir langt og erfitt flug frá NY.  En amma er svo heppin hvað mamma  og pabbi eru dugleg að setja myndir og video af þér inn á heimasíðuna ykkar og sögurnar sem mamma skrifar um strákinn sinn eru frábærar. Viltu kyssa þau fyrir það, frá ömmu? Amma veit að þið gerið eitthvað skemmtilegt í dag og gestir koma og syngja afmælissönginn og pabbi setur myndir af því á heimasíðuna sem amma getur skoðað. Til hamingju með daginn elsku vinur! Ástarkveðja, amma Maja. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband