1.1.2009 | 23:39
Á Gamlárskvöld
Gleðin skín á Gamlárskvöld
grannar borða saman.
Áramótin mjúk og köld
mikið er þó gaman. EL
Ljóð | Breytt 5.1.2009 kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2008 | 23:22
Parið prúða í Belgrad
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2008 | 18:42
Arna frænka mín
7.4.2008 | 19:54
Edda sys
Fjórar konur hafa skipt miklu máli í lífi mínu; móðir mín Oddný (látin), Edda sys, Oddný dóttir mín og síðast bættist Margrét María dótturdóttir mín í hópinn. Þessar konur eru allar áhrifavaldar í lífi mínu, ýmist sem fyrirmyndir, góðar vinkonur, þær segja mér til syndanna og ég þeim en fyrst og fremst eru þær bara til og mér finnst óendanlega vænt um þær allar, hverja á sinn hátt.
Og Edda sys er bara besta systir í heimi.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.3.2008 | 22:01
Hestamaðurinn í ættinni
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 20:31
Nói minn 2ja ára
Nói er ótrúlega skemmtilegur náungi, alltaf hlæjandi og tiplar á tánum eins og ballettdansari, sífellt á skondinni hreyfingu sem er eiginlega ekki hægt að lýsa og engum leiðist nálægt honum. Til hamingju með daginn elsku litla krúttið mitt. Þú et ótrúlega skemmtilegur - bara skemmtilegastur.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2008 | 21:51
Rúna mágkona 6-tug
Vinir og fjölskylda | Breytt 31.3.2008 kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2008 | 14:54
Kveðskapur á Tenerife
Hér er mikil sólarsýn
sjaldan liðið betur.
Drekk á hverju kvöldi vín
hverfur þessi vetur. EL
Ljóð | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2008 | 21:18
Margbreytilegur mars
Marsmánuður hefur verið viðburðarríkur i lífi Austurbrúnara og erum við sannarlega ,,brúnarar" núna enda búin að baka okkur í sólinni á Tenerife um tíma. Tenerife tilheyrir Kanarýeyjum sem er eyjaklasi í Atlantshafinu vestur af Afríku nánar tiltekið á 28. breiddargráðu og á svipaðri lengdargráðu og Ísland. Þar lifðum við miklu sældarlífi enda ekkert áreiti nema þá helst sólin og örlítill valkvíði gerði vart við sig þegar kom að ákvarðanatöku um hvar snæða skyldi dinner. Þegar heim kom tók páskafrí við með tilheyrandi sumarbústaða stússi og enn er marsmánuður ekki á enda.
Afmælissyrpan heldur áfram en heldur hef ég dregist afturúr með það enda fjöldinn allur af fólki sem eru afmælisbörn mánaðarins; Arna frænka mín, Rúna mamma hennar og mágkona, Edda sys, Siggi Levy stjúpsonur og eflaust fleira fólk sem kemur upp í hugann þegar hversdagsleikinn tekur við. mn
Vinir og fjölskylda | Breytt 30.3.2008 kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.3.2008 | 09:54
Andri Luke 2ja ára
Vinir og fjölskylda | Breytt 25.3.2008 kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)