14.3.2010 | 20:17
Einsársafmæli
Stefán Atli Davíðsson er einsárs í dag.
Lítil fruma þú varst
þangað til barn barst,
í heiminn ég þig fæddi
og ég við þig ræddi,
góður strákur skaltu vera
því þá hefurðu margt að bera
mun alltaf vera þér hjá
farðu mér aldrei frá.
Þín mamma.
Einsárs gamall stinnur stór
strákur býsna góður.
Stefán Atli ekki mjór,
öflugur og rjóður.
Frá afa.
12.3.2010 | 22:13
Íslensk orðsnilld
Ég vildi ég fengi að vera strá
og visna í skónum þínum,
því léttast gengirðu eflaust á
yfirsjónum mínum.
Páll Ólafsson
Vinir og fjölskylda | Breytt 16.3.2010 kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2010 | 21:09
Vinabönd
Fyrir nokkrum misserum fór þessi breiðhenda sem er með runurími til vísnavinar.
Sannur ertu vísnavinur
virðir jafnan okkar hrinur
þó að ég sé þokkalegur
þægur maður lítið tregur,
ég get aldrei orðið góður
aðeins beðið fremur hljóður
eftir þínum úrvals stökum
orðinn sljór af næturvökum. EL
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2010 | 17:17
Loppa
Þessi hringhenda varð til í ársbyrjun þegar Kári, Hjördís og synir komu í heimsókn, ásamt tíkinni Loppu sem var 3ja mánaða hvolpur.
Tíkin Loppa leikin er,
litla snoppan gljáir.
Hjördís poppar handa sér,
hana toppa fáir. EL
8.3.2010 | 17:11
Við Álftavatn
Álftavatn er í Soginu á mörkum Grafnings og Grímsness. Kveikjan að þessu ljóði varð til seint í desember 2009, undir miðnætti í heiðskíru veðri, nokkru frosti, hægviðri og tunglskini.
Magnað kvöld er máninn skín
mildur næturfriður.
Blessuð kyrrðin bíður mín
best að setjast niður.
Vatnið faðmar Sogið sjálft
silung mætti veiða.
Friðuð syndir fannhvít álft
flýgur inn til heiða.
Álftasönginn enginn sér
ómar fuglaspjallið.
Þegar heiðskír himinn er
heillar Ingólfsfjallið.
Sannir vinir syngja þar
sífellt geta vakað.
Aldrei hafa álftirnar
áður svona kvakað.
Lygnir senn og landið frýs,
lifna ótal sögur.
Dvínar myrkur dagur rís,
dægurmyndin fögur.
Með vinsemd,
EL
Ljóð | Breytt 9.3.2010 kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2010 | 18:30
Skötuboð á Þorláksmessu 2009
Dágóð tíð í desember
dægurþíðan rofnar.
Allur kvíði undan fer
ísinn víða dofnar.
Einstök blíða eykur þrótt
auð er tíðum gatan.
Árin líða alltof fljótt
aftur sýður skatan.
Gleðin prýðir góðan mann
gjarnan býður öðrum.
Andakt síðan sýnir hann
sig ei skrýðir fjöðrum. EL
Vinir og fjölskylda | Breytt 7.3.2010 kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2010 | 21:54
Nýjar færslur
Er að velta fyrir mér að setja fljótlega nýjar færslur inná bloggið.
Frúin notar facebook þar liggur allt púðrið. EL
Vinir og fjölskylda | Breytt 8.3.2010 kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2009 | 22:04
Borgarvirki
Borgarvirki er áberandi og fögur klettaborg í Húnaþingi vestra.
Höldum norður Húnaþing,
hérað Grettis sterka.
Virkið er á vinstri hönd
í Víðidalnum merka.
Klettaborgin fögur, forn,
fyrrum veitti skjólið.
Nálægt miðjum sveitasal,
sögufræga bólið.
Vissulega vígið hlóð
vaskur hagleiksmaður.
Skima má af virkisvegg,
til varnar góður staður.
Víga-Barði varðist mjög
vistafár en heppinn.
Borgfirðinga burtu rak
bauð þeim djarfur keppinn.
Ár og vötn og fjarlæg fjöll
fríð er jarðarsmíði.
Borgarvirki er umfram allt,
einstök sveitarprýði. EL
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2009 | 20:13
Hvítserkur við Húnafjörð
Ljóðið birtist á bloggsíðunni í fyrra,
og er nú endurbirt.
Heillar strönd við Húnafjörð
hefur margt að bjóða,
kynnum fagran klettadrang
Hvítserk meðal þjóða.
Aldan sverfur basískt berg
brimið á því skellur,
oft þó komi erfið tíð
aldrei steinninn fellur.
Kalda lít ég klettabrík
krýnda fugladriti.
Heimaslóðin Húnaþing
heldur sínu gliti. EL
28.1.2009 | 17:32
Fallegur dagur
Þessar hringhendur urðu til á fögrum degi.
Með útsýni til Snæfellsjökuls og Esjunnar.
Sýn til fjalla fögur er,
fegurð varla þrýtur.
Jökulskallinn skín við mér,
skartar mjallahvítur.
Upp á hjallann halda má,
hæsta stallinn feta.
Ýmsir snjallir eflaust ná,
aldrei lallað geta.
Geislar falla foldu á,
fáa galla eygi.
Þó mun alla þokan hrjá,
þegar hallar degi. EL
Ljóð | Breytt 4.2.2009 kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)