Það var kominn tími til að tengja

Fimmtudagsmorguninn 23. ágúst fór Maja upp á Landspítala til að leggjast á skurðarborðið.  Ristillinn var tengdur og virðist aðgerðin hafa tekist mjög vel.  Blóðþrýstingurinn féll nokkuð eftir aðgerðina, en 2 sólarhringum seinna er hann að komast aftur í samt lag - þó heldur lár ennþá.  Hún er ein á stofu og hvílist því mun betur en ella. 


Afmælispakkinn

Hvað er í pakkanum? Sá er þungur!Það þarf skrúfjárn til að opna pakkann.

Haninn í Hanagerði hefur vakið mikla athygli.  Afmælisbarninu þótti smíðagripurinn frá mági sínum í Danmörku tilkomumikill og fann út að geyma má í kassanum tvær bjórkippur. Smellið á myndirnar til að stækka.


Haninn heim

DanmörkLoksins er þessi virðulegi graníthani kominn heim til sín í Hanagerði.  Eigandinn er afar stoltur með gripinn og ekki drekkur haninn bjórinn þó á borð sé borinn.


Gott fólk

Ég hef talað um góða daga á blogginu mínu og bent á mikilvægi þess að safna þeim. Einnig er ástæða til að safna góðu fólki. Gott fólk leynis víða og er ég svo heppin að eiga marga góða vini. Í síðustu viku komu tveir slíkir í heimsókn í Grímsnesið og áttu eftirminnilega kvöldstund með okkur. Þar voru á ferð Ása vinkona mín frá Eskifirði og maðurinn hennar, hann Óli. Þau hjón eru einstök á sinn eðlislæga hátt og tryggðartröll mikil. Og auðvita var grillað fyrir þau kjúklingabringur og skemmtilegur eftirréttur og sumarkvöldsins notið við spjall og spekúlasjón. Góður dagur með góðu fólki.

Eftirréttur
3 epli, gul eða græn
Kanilsykur, 4 msk.
Rjómaostur, 100 gr.
Ristaðar kókosflögur, tilbúnar frá Sollu í himneskri hollustu
Vanilluís
Eitt stórt álform eða fjögur lítil

Eplin afhýdd og kjarninn fjarlægður og síðan skorin í sneiðar. Raðað í álform og kanilsykri stráð yfir. Rjómaosturinn mýktur og smurt ofan á og kókosflögum (eða hnetuflögum) stráð efst og síðan grillað á Webernum í ca. 10 mín. eða þar til eplin eru orðin mjúk. Borið fram með vanilluís. Algjört lostæti eins og gefur að skilja.

 


Leggurinn skemmtir sér

Systkinin Norðdahl héldu eitt af sínum frægu ættarmótum ásamt mökum - börnum/mökum þeirra og barnabörnum og komu menn víða að - Harpa Lárusdóttir kom með sinn mann Harald og soninn Lárus Frey frá Danmörku en hinir komu frá stór Kópavogssvæðinu. Þetta var eins konar sumarbústaðarallý þar sem fyrst var stansað hjá Gísla og Rúnu í þeirra bústað og þar fór fram létt osta- og vínkynning, síðan var haldið í bústað okkar Eggerts og borin fram þríréttuð máltíð - Grillaður silungur á grænmetisbeði í forrétt og Grillaður lambaframpartur í aðalrétt, eftirrétturinn var síðan kaffi og nammi. Menn og konur undu glöð við ýmsa iðju fram eftir kvöldi,  fótboltaspark var stundað og unga fólkið - Urður - Arna - Lárus Freyr og Kári Daníel fóru í heita pottinn hjá Gísla og Rúnu. Hinir rabbabara á meðan, spreittu sig á pússli/spilum og var þetta einstaklega vel heppnað ættarmót. Mættir voru: Gísli, Rúna, Urður, Arna, Maja, Eggert, Kári, Hjördís, Tindur, Nói, Oddný, Kári Daníel, Harpa, Harald og Lárus Freyr.    Og alltaf sama blíðan. Grin


Helgarstuð

Síðasta vika var frekar viðburðarík og ber þar hæst helgin í Litla-Holti þar sem Levybræður með sínar spússur og börn komu og léku sér á flötinni í sól og sumaryl. Litlu stúlkurnar Jóhanna Rakel og Ásdís Heiða undu sér vel í lítilli sundlaug sem Jóhanna var með í farteskinu og Atli Björn sá um vatnsaustur í; þær létu sér fátt um finnast ærslin í þeim Levýum sem slógu kúlur og hentu kubbum um víðan völl eins og þeir ættu lífið að leysa. Eggert Aron síslaði við bolta og ýmislegt annað í sólarylnum og konurnar sleiktu sólina á milli þess sem þær tóku þátt í leik bræðranna. Mikið Grillað hlegið og gantast og allir sváfu vel - hver á sínum stað. Fífuvallarfjölskyldan var með sitt eigið hús sem reist var á athafnaflötinni. Whistling Fleiri góða gesti bar að garði, Kári Sturluson ásamt Tindi og Nóa tillti niður tá annað slagið en þeir voru í nágrenninu í slagtogi með Álfheiði og Má, foreldrum Hjördísar sem reyndar litu við líka ásamt Hreini tengdarsyni sínum. Á þriðjudagskvöldið komu Már og Hreinn færandi hendi með forláta skóflu handa húsbóndanum og höfðu grafið nafn hans á skaftið - höfðingleg gjöf og frumleg. Húsmóðirinn á staðnum gladdist mjög þegar hún sá hverjum skóflan var tileinkuð. Smile

Höfuðstaður Suðurlands, Selfoss var sóttur heim og sund stundað á milli sólbaða og einn daginn var skroppið á Gölt þar sem Erla Levy og Gunnlaugur ráða ríkjum. Guðrún Erna, ásamt vini sínum, kom í Grill eitt kvöldið. Og alltaf sama blíðan.


Weberinn

Í júnímánuði festi Eggert kaup á miklum kostagrip úr Weberfjölskyldunni. Er hér um að ræða Grill mikið sem hann hefur dreymt um lengi eða allt frá því við vorum í Grillveislu hjá Soffu og Úffe á Fjóni árið 2003. Þau kynntu WeberGrillið fyrir Eggerti og hefur hann haft mynd af Webbernum á náttborðinu síðan. Soffa er systir Sigga á berginu sem hefur komið við sögu á þessu bloggi m.a. með skrifum sínum um lyftingar bloggara fyrr á þessu ári og orti um það mikinn ljóðabálk. Siggi er vinur Birgis bróður og mynda þeir saman parið ,,Biggi og Siggi".  En áfram með Weberinn, Eggert hefur Grillað nánast stanslaust síðan hann komst yfir þetta Grill og er ekkert lát á. Hafa sumir jafnvel bætt á sig kílóum vegna þessarar áráttu hans. Áðan vorum við í afmæli Jóns Jóhannesar Jónssonar, frænda hans og þar heyrði ég hann orða við fjölda manns að ,,endilega kíkja í Grill einhvern daginn".


Sumarfréttir

Sumar fréttir eru merkilegri en aðrar en sumarfréttir standa alltaf fyrir sínu. Á þessu sumri hefur veður verið mjög gott - í augnablikinu er skýjað en hlýtt og notalegt. Íbúar í Austurbrún hafa dvalið í sumarhúsi fjölskyldunnar og sleikt sól og safnað brúnku í stórum stíl. Inn á milli sólbaða höfum við stundað samkvæmislíf í höfuborginni en óvenju margir ættingjar og vinir hafa fyllt hina ýmsu tugi í sumar. Eggert og Gísli bró 6-tugi, aðrir 5-tugi og síðan hafa nokkrir gift sig og útskrifast úr margskonar skólum og mikið skálað. Að ógleymdum Eggerti Aroni sem lauk sínu fyrsta æviári 26. júní s.l. 


Sól - sól sól og aftur sól

Það hefur nú aldeilis verðið gott veður hér um slóðir í júní og það sem af er júlí. Menn muna ekki annað eins en veðurminni Íslendinga er nú reyndar dáldið brenglað eins og allir vita. Góða veðrið gleður geð manna og kvenna og núna stendur fyrir dyrum sumarfrí hjá mér. Er búin að vinna fulla vinnu í 5 vikur og hlakka mikið til að fara í frí. Ætla nú ekki að fara langt að sinni enda búin að fara til útlanda í vor og læt það duga fyrst um sinn. mn 

Júní

Það gengur hægt að koma myndum inn á síðuna - tæknikunnáttan ekki upp á það besta. En eins og fram hefur komið er myndasmiðurinn bróðir minn sem var í Horsens um leið og ég. Þar dvöldum við hjá systur okkar sem býr þar og var ánægjulegt að hitta hann og í þessari ferð hitti ég líka Sigga á Berginu. Þeir sem hafa lesið bloggið mitt hafa rekist á hann, hann fylgdist með endurhæfingunni hjá mér og setti skemmtilegar athugasemdir og ljóð um þær kúnstir allar í gestabókina. Við systkinin höfum þekkt Sigga og hans fólk frá blautu barnsbeini og var gaman að hitta hann. Hann býr í Óðinsvéum á Fjóni og kom til Horsens til fundar við okkur systur. mn

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband