Litla-Holtsferðin

Þetta var góður dagur. Við feðgarnir þrír sem búum á höfuðborgarsvæðinu drifum okkur í morgun austur í frístundahúsið. Lukum við að klæða neðan í loftið á skálanum og þar lauk enn einum áfanganum í byggingu hússins. Næst þarf rafvirkinn að klára rafmagnið; slökkvara, ljós og þess háttar verkefni. Þá verður aðeins eftir innandyra að setja upp innréttingar, gólfefni og hurðir. Veröndina á eftir að hanna og setja upp. Þegar öllu þessu verður lokið, þá verður kátt í kotinu.  EL

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband