Kapparnir frá Reykjaskóla

Fyrir hart nær 40 árum útskrifuðust þessir kappar frá Reykjaskóla í Hrútafirði, ásamt bekkjarfélögum  sínum.  Þeir voru í körfuboltaliði skólans, en körfubolti var þá þegar orðin vinsæl íþróttgrein.  Kappar frá RskÍ þá daga þótti við hæfi að eignast skólapeysur með merki skólans eins og glöggt má sjá á myndinni.  Þetta þótti auka samheldni og samhug meðal bekkjarfélaganna.  Þessi mynd hefur hvergi birst áður, hreinlega legið í dvala.  En félagarnir Svanur, Hjálmur, Jón og Eggert eru enn í fullu fjöri en eitthvað hefur útlitið væntanlega breyst.  En hvað um það, þá ætla bekkjarfélagarnir fjörtíu að minnast fjörtíu ára afmælisins í vor.  Sú venja hefur skapast að hópurinn hefur hist á fimm ára fresti frá útskrift og alltaf hefur verið jafn gaman.  Þegar maður lítur yfir farinn veg, þá er þetta í raun alveg ótrúlegt.  Í minningunni var dvölin á Reykjaskóla skemmtileg, árin þrjú voru fljót að líða, enda höfðu menn ýmislegt fyrir stafni.  Þegar nám og leikur fer saman þá flýgur tíminn hratt.  EL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: abelinn

Glæsileg mynd. Ertu að grínast með þessa hramma? Brjálað sniðugt hvað hlutföllin eru eitthvað skemmd :)

Þú hefur væntanlega verið hrútfirskur sjómannsmeistari í krumlu, eller hvad?

abelinn, 6.2.2007 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband