18.1.2007 | 22:30
Heiti potturinn
Í árslok skundaði ættleggurinn austur fyrir fjall og skellti á fundi í sundlauginni á Stokkseyri. Í heita pottinum var liðið ár gert upp og drög lögð að því næsta. Fundargerðin verður birt síðar á þessum vettvangi en mörg mál voru reifuð og mikill hugur í leggnum. Árið 2007 þykir sérleg lofandi og bíða mörg ögrandi verkefni leggsins; Oddný tekur sæti í Borgarstjórn og var það mál manna að tímabært sé að rödd ættleggsins hljómi þar, Margrét María er enn að glíma við móðurmálið og er það stórmál fyrir litla stúlku; árið getur ekki fært MN annað en gæfu eftir ósköpin sem dundu yfir á liðnu ári; hennar bíður gleði og grænir fingur. Yfir mæðrum hinna ungu drengja (Hjördísi og Lydiu) hvílir mikil dulúð og þeirra framtíð alsendis óráðin og svo má einnig segja um karllegginn. Yfir honum hvílir mikil leynd; er skáldsaga í burðarliðnum? eða ljóðabók? hvað taka Brooklynfeðgar sér fyrir hendur? fleiri störf í LA? (gott að rödd leggsins hljómi þar líka) þó er næsta víst að Andri Luke þarf (ásamt Nóa sem var vant við látin og komst ekki á fundinn) að glíma við sama (móður)málið og Margrét María og á hann mikið verk fyrir höndm þar sem hann er tvítyngdur. Okkur skilst að Kári stóri, Tindur (komust ekki á fundinn sökum anna) og Kári Daníel ætli að sinna sérverkefnum eins og venjulega og var umræðu um þeirra þátttöku í störfum leggsins frestað til næsta fundar sem hefur ekki enn verið ákveðinn. Eggert er að skríða á eftirlaunaaldurinn á ,,næstu árum" samkvæmt hinni víðfrægu 95árareglu. Ríkir einnig mikil leynd yfir því og æsispennandi að fylgjast með - hvenær hættir EL að kenna? Er líf eftir kennslu?
Eftir vel heppnaðan fund var snæddur hádegisverður í Rauða húsinu á Eyrarbakka og síðan farið í gönguferð meðfram Atlantshafinu og verður að segjast eins og er að notalegra er nú að rölta eftir ströndum Miðjarðarhafs. En þetta var góður túr í alla staði.
Maja
Smellið á myndirnar til vinstri og njótið.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 20.1.2007 kl. 14:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.