Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Sól - sól sól og aftur sól

Það hefur nú aldeilis verðið gott veður hér um slóðir í júní og það sem af er júlí. Menn muna ekki annað eins en veðurminni Íslendinga er nú reyndar dáldið brenglað eins og allir vita. Góða veðrið gleður geð manna og kvenna og núna stendur fyrir dyrum sumarfrí hjá mér. Er búin að vinna fulla vinnu í 5 vikur og hlakka mikið til að fara í frí. Ætla nú ekki að fara langt að sinni enda búin að fara til útlanda í vor og læt það duga fyrst um sinn. mn 

Júní

Það gengur hægt að koma myndum inn á síðuna - tæknikunnáttan ekki upp á það besta. En eins og fram hefur komið er myndasmiðurinn bróðir minn sem var í Horsens um leið og ég. Þar dvöldum við hjá systur okkar sem býr þar og var ánægjulegt að hitta hann og í þessari ferð hitti ég líka Sigga á Berginu. Þeir sem hafa lesið bloggið mitt hafa rekist á hann, hann fylgdist með endurhæfingunni hjá mér og setti skemmtilegar athugasemdir og ljóð um þær kúnstir allar í gestabókina. Við systkinin höfum þekkt Sigga og hans fólk frá blautu barnsbeini og var gaman að hitta hann. Hann býr í Óðinsvéum á Fjóni og kom til Horsens til fundar við okkur systur. mn

Enn um Danmerkurferð

Danmörk 013Ég lofaði að setja inn myndir frá ferðinni minni til Danmerkur og eru þær núna komnar. Birgir bróðir minn tók þessar myndir í fermingarveislunni hans Ívars. Birgir býr í Helsingör en kom til Horsens m.a. til að hitta mig og heiðra fermingarbarnið. Eins og fram hefur komið var þetta hin besta veisla og tala myndirnar sínu máli. Danmörk 011


Ásta Lovísa

Hún Ásta Lovísa okkar andaðist í gær á líknardeild LSP í Kópavogi. Hún háði hetjulega baráttu við krabbamein í marga mánuði og sýndi ótrúlegt baráttuþrek og fjallaði um sjúkdóminn af mikilli einlægni á blogginu sínu. Ég votta  börnunum hennar, ættingjum og ástvinum öllum mína dýpstu samúð og bið góðan guð að styrkja þau og blessa í þeirra miklu sorg.
Blessuð sé minning Ástu Lovísu.

Maí

Þá er maí mánuður senn á enda. Hann hefur verið viðburðarríkur í meira lagi, byrjaði á ferð til Horsens í Danmörku og dvaldi ég þar í viku í góðu yfirlæti hjá Eddu og Lalla. Þar var farið með mig eins og þjóðhöfðingja (eða þannig) dekrað og dekstrað við mig og kom ég endurnærð til baka. Kosið var til Alþingis og ný ríkisstjórn tekin við og spennandi verður að fylgjast með hvernig til tekst á stjórnarheimilinu. Í fyrsta sinn í sögunni teflir sami stjórnmálaflokkurinn fram jafn mörgum konum og körlum í ráðherrastóla og er svo sannarlega til fyrirmyndar. Eru þar miklar kempur á ferð, Ingibjörg Sólrún gamalreyndur stjórnmálamaður sem kann til verka, tími Jóhönnu Sig. er kominn og verður gaman að fylgjast með hennar störfum í velferðarmálum og síðast en ekki síst er Þórunn Sveinbjarnaóttir í ráðherrahópnum. Þorgerður Katrín heldur áfram að stýra menntamálum þjóðarinnar og hefði hennar flokkur að ósekju mátt fela fleiri konum stjórn ráðuneyta. Sjálfstæðisflokkurinn fylgir gömlum hefðum og notar gamalkunna goggunarröð - ekki nútímalegar aðferðir í stjórnun. Það eru spennandi tímar framundan í íslenskum stjórnmálum og ég hef fulla trú á að áhrifa kvenráðherranna muni gæta í þóðlífinu.  Verkefnin eru óþrjótandi - jafna launamun - huga að velferðarkerfinu - málefni barna - málefni eldri borgara - menntamál - heilbrigðismál o.s.fr. 
Verkefnin eru óþrjótandi. 

 


Að loknum kosningum

Þá liggja niðurstöður fyrir úr Alþingiskosningunum. Hefði kosið önnur úrslit en ekki er á allt kosið í þingheimi frekar en í Euróvísjón. Ég gætti tveggja barna sem eiga móður sem er stjórnmálamaður og hefur átt mjög annríkt undanfarið og þáðu þau ömmuskjól um helgina. Þannig að það var ekki lognmolla hér á bæ, mörg bátt þurftu koss, mikið skorið niður af ávöxtum og full vinna að brytja í þau matinn. Boðið var upp á hina frægu kjötsúpu húsins og rann hún ljúflega niður í ungviðið enda ekki lystaleysinu fyrir að fara þar. Þau hittu kanínu úti í garði og fannst mikið til um og reittu gras handa henni og klöppuðu og kjössuðu. Á laugardaginn fórum við Eggert til fundar við risessuna niður í bæ þegar hún var einmitt að baða sig, mikil krúsidúlla þar á ferð. Sóríkt og fallegt veður er í höfuðborginni núna en kalt. mn

Kosningar

Þá líður að kosningum til Alþingis. Spennandi sólarhringur framundan - kosning - Listahátíð og útlit fyrir gott veður. Kjósið nú rétt!  Og söngvakeppnin heldur áfram annað kvöld en við höfum nú misst áhugan fyrir henni - er ekki svo? Endilega fara í fýlu, eða þannig. mn

Söngvakeppnin

Þá er stóra stundin runnin upp. Hvernig ætli okkur gangi?

Reykjavíkurmærin í sveitinni

Harpa Lárusdóttir er fædd í Reykjavík 1968, sleit barnsskónum Í Fossvoginum og Bústaðarhverfi eða smáíbúðahvefinu eins og sumir kalla það. Býr núna á sveitarbæ með Harald sínum og Lárusi Frey rétt fyrir utan Horsens í lítilli sveit sem heitir Ölsted (nema hvað). Þar rækta þau matjurtir af ýmsum gerðum og una hag sínum vel. Stór og mikill garður er i kringum húsið þeirra og núna í mai standa tré og runnar í blóma og munu síðar gefa af sér gómsæta ávexti og ber til að sulta í fallegar krukkur. Andamömu hitti ég með 12 unga sína á vappi og hefur hún yfir tveimur tjörnum að ráða sem hún  notar til skiptis til að þjálfa sundkúnstir ungviðisins. Andafjölskyldan er mjög gestrisin, sérsaklega ef mannfólkið hefur meðferðis brauðmola. Harpa og Harald buðu til veislu laugardaginn eftir fermingu Ívars (annar í fermingu) og nutum við krásanna frá borðum fermingarkokksins. Vorum við mörg saman komin og ógleymanleg kvöldstund á sólfögru kvöldi í sveitinni. Harpa er systurdóttir bloggara. Skrifa meira síðar. mn

Komin heim í heiðardalinn

Eftir viku dvöl með góðu fólki í Danmörku er ég nú aldeilis kát og glöð. Segi meira síðar en get þó upplýst smáleyndarmál.  Ívar Örn var fermdur kl.9 á stóra bænadaginn mikla i fallegri kirkju rétt við bæjarmörk Horsens; athöfnin falleg, sálmasöngur athylisverður og konfirmmandene feikilega flottir og fínir. Mönnum ættuðum norðan úr ballarahafi sem voru staddir þar þóttu einn bera  af: þótti smekklega greiddur og vera í fallegum fötum  Og á órtúlega fallega mömmu sem ber nú reyndar ekki nafn úr kristnum bókum heldur  kennd við heiðin sið - FREYJA heitir hún; faðir hans er Guðmundur Þór. Allt fór þetta vel fra og drengurinn taldi peninga af ástríðu og ég veit ekki hvað .   Ég hef undir höndum  324 myndir frá þessum merka viðburði og set þær smátt og smátt inn á netið fram eftir ári.   ÉG SKEMMTI MER MJÖG VEL OG VONA AÐ SVO HAFI VERIÐ UM FLEIRI, Mæti næst á Fornaldarfestið eða Víkingamótið í ágúst á næsta ár.

Núna eru fréttir af henni Ástu Lovísu vinkonu minni á blogginnu hennar sem er

http://www.123.is/crazyfroggy

Lesið það endilega og látið hana vita af ykkur. mn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband