Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
4.7.2007 | 21:48
Sól - sól sól og aftur sól
Vinir og fjölskylda | Breytt 21.7.2007 kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2007 | 10:55
Júní
5.6.2007 | 21:04
Enn um Danmerkurferð
Ég lofaði að setja inn myndir frá ferðinni minni til Danmerkur og eru þær núna komnar. Birgir bróðir minn tók þessar myndir í fermingarveislunni hans Ívars. Birgir býr í Helsingör en kom til Horsens m.a. til að hitta mig og heiðra fermingarbarnið. Eins og fram hefur komið var þetta hin besta veisla og tala myndirnar sínu máli.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 18:32
Ásta Lovísa
Blessuð sé minning Ástu Lovísu.
30.5.2007 | 21:45
Maí
Þá er maí mánuður senn á enda. Hann hefur verið viðburðarríkur í meira lagi, byrjaði á ferð til Horsens í Danmörku og dvaldi ég þar í viku í góðu yfirlæti hjá Eddu og Lalla. Þar var farið með mig eins og þjóðhöfðingja (eða þannig) dekrað og dekstrað við mig og kom ég endurnærð til baka. Kosið var til Alþingis og ný ríkisstjórn tekin við og spennandi verður að fylgjast með hvernig til tekst á stjórnarheimilinu. Í fyrsta sinn í sögunni teflir sami stjórnmálaflokkurinn fram jafn mörgum konum og körlum í ráðherrastóla og er svo sannarlega til fyrirmyndar. Eru þar miklar kempur á ferð, Ingibjörg Sólrún gamalreyndur stjórnmálamaður sem kann til verka, tími Jóhönnu Sig. er kominn og verður gaman að fylgjast með hennar störfum í velferðarmálum og síðast en ekki síst er Þórunn Sveinbjarnaóttir í ráðherrahópnum. Þorgerður Katrín heldur áfram að stýra menntamálum þjóðarinnar og hefði hennar flokkur að ósekju mátt fela fleiri konum stjórn ráðuneyta. Sjálfstæðisflokkurinn fylgir gömlum hefðum og notar gamalkunna goggunarröð - ekki nútímalegar aðferðir í stjórnun. Það eru spennandi tímar framundan í íslenskum stjórnmálum og ég hef fulla trú á að áhrifa kvenráðherranna muni gæta í þóðlífinu. Verkefnin eru óþrjótandi - jafna launamun - huga að velferðarkerfinu - málefni barna - málefni eldri borgara - menntamál - heilbrigðismál o.s.fr.
Verkefnin eru óþrjótandi.
Vinir og fjölskylda | Breytt 31.5.2007 kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2007 | 21:31
Að loknum kosningum
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2007 | 19:26
Kosningar
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2007 | 19:46
Söngvakeppnin
8.5.2007 | 09:04
Reykjavíkurmærin í sveitinni
Vinir og fjölskylda | Breytt 10.5.2007 kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 23:26
Komin heim í heiðardalinn
Eftir viku dvöl með góðu fólki í Danmörku er ég nú aldeilis kát og glöð. Segi meira síðar en get þó upplýst smáleyndarmál. Ívar Örn var fermdur kl.9 á stóra bænadaginn mikla i fallegri kirkju rétt við bæjarmörk Horsens; athöfnin falleg, sálmasöngur athylisverður og konfirmmandene feikilega flottir og fínir. Mönnum ættuðum norðan úr ballarahafi sem voru staddir þar þóttu einn bera af: þótti smekklega greiddur og vera í fallegum fötum Og á órtúlega fallega mömmu sem ber nú reyndar ekki nafn úr kristnum bókum heldur kennd við heiðin sið - FREYJA heitir hún; faðir hans er Guðmundur Þór. Allt fór þetta vel fra og drengurinn taldi peninga af ástríðu og ég veit ekki hvað . Ég hef undir höndum 324 myndir frá þessum merka viðburði og set þær smátt og smátt inn á netið fram eftir ári. ÉG SKEMMTI MER MJÖG VEL OG VONA AÐ SVO HAFI VERIÐ UM FLEIRI, Mæti næst á Fornaldarfestið eða Víkingamótið í ágúst á næsta ár.
Núna eru fréttir af henni Ástu Lovísu vinkonu minni á blogginnu hennar sem er
Lesið það endilega og látið hana vita af ykkur. mn
Vinir og fjölskylda | Breytt 8.5.2007 kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)