Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Bestu fréttir

Á mánudaginn fór ég að hitta Agnesi Smáradóttur, krabbameinslækninn minn. Þá lágu fyrir niðurstöður úr sneiðmyndatöku og blóðprufum sem teknar voru vikunni áður og er skemmst frá því að segja að allt litur ljómandi vel út í líkama mínum.  Smile  Ég veit að margir lesa bloggið mitt og er ég mjög stolt og þakklát fyrir það -ættingjar, vinir og vandamenn hafa fylgst með sjúkdómsbrölt mínu undanfarin tvö ár og veitt mér ómetanlegan stuðning og uppörvun. En nú er það versta að baki og tími til kominn að bretta upp ermarnar og komast í mark. Bestu kveðjur og þakklæti til allra. María

 

ps er ekki hætt að blogga og held áfram með afmælissyrpuna......... ábendingar vel þegnar.


Afmælisbarn 4. febrúar

Atli Björn les ljóð í afmæli föður sínsUm daginn auglýsti ég eftir þátttakendum í afmælissyrpu febrúarmánaðar en enginn hefur gefið sig fram enn sem komið er. Áhugaleysi blogglesara mun ekki aftra mér frá að halda ótrauð áfram og í dag er Atli Björn E Levy afmælisbarn. Hann er orðinn 28 ára, strákurinn, - stór og sætur karlmaður. Á myndinni er hann að lesa upp ljóð í afmæli pabba síns frá því í fyrra, ljóðið er eftir Kristínu Þorsteins, KÞ - sem hún orti til vinar síns og samkennara, Eggerts. Atli Björn er orðinn töluvert fullorðins, búinn að mennta sig og farinn að vinna og býr með sinni ágætu kærustu Ásdísi Jónu. Hann fylgir sem sagt ekki spænska kerfinu sem mikið var í fréttum á dögunum en eins og menn muna þá er Hótel mamma dáldið vinsæl á Spáni. Atli Björn er gull að manni, íþróttamaður og heilbrigð sál í hraustum líkama. Hann hljóp heimdragann að hætti Fjölnismanna og stundaði nám erlendis, í Þýskalandi og BNA - nánar til tekið í Seattle, ásamt því að líta við í HÍ. Ekki fara sögum af eymd og volæðin hjá honum eins og hrjáði þá Fjölnismenn á sínum tíma, alla vega var ekki efnt til samskots til að halda í honum lífinu. Enda námslán og aðrir möguleikar í boði núna og trúlega hefur Atli fengið styrki til að stunda sitt nám enda mikill námsmaður og maður góður og margir tilbúnir að veðja á hann.
Umsóknarfrestur til að taka þátt í afmælissyrpunni rennur aldrei út, endilega hafið samband og bendið á áhugaverð afmælisbörn. Smile


Merkismenn

Agnar flytur ræðu í sextugsafmæli bróður síns

Úr ljóði til Agnars þegar hann varð sextugur

Framámaður sinnar sveitar,
setti markið hátt.
Stefnufastur stöðugt leitar,
stendur við sinn þátt.

María, Bragi, Lárus, Edda og Ása










Niðurlag á ljóði til Lárusar þegar hann varð sextugur
Megi farsæld fylgja þér
fögur tilvist skína.
Láttu aldrei góði grér
gleði þína dvína.

Afmælisbörn dagsins eru Agnar J Levy og Lárus Gíslason sem eru báðir mágar mínir. Til hamingju með afmælið kæru karlar. Á efri myndinni er Agnar mágur minn og á þeirri neðri má sjá Lárus sem er líka mágur minn. Þessir kátu karlar eru skemmtilega samtaka í garð mágkonu sinnar hvað varðar afmælismál. Lárus er á miðri neðri myndinni ásamt Braga Erlends og Norðdahls fraukunum Maríu - Eddu og Ásu - á góðri stundu. Þá eru nú afmælisbörn janúar komin á bloggið. Afmælisbörn febrúar eru vinsamlega beðin að gefa sig fram hið fyrsta svo undirbúningur geti hafist fyrir frekari útfærslur. MN


Merkisbarn

Markús sonur Lárusar Freys og JaneÞessi mynd er af Marcus litla sem er sonur Lárusar Freys og Jane sem búa í Horsens í Danmörku. Hann fæddist 8. janúar og er því eitt af afmælisbörnum janúarmánaðar ásamt fleiri merkismönnum. Lárus Freyr er sonur Hörpu Lárusdóttur sem er dóttir Eddu systur minnar. Þegar grant er rýnt í ættfræðina þá kemur í ljós að ég er langömmusystir þessa litla snáða. Finnst mér það mjög virðulegur titill. Ef smellt er á myndina er hægt að skoða þennan fallega dreng betur og glöggir sjá að hann líkist föður sínum töluvert.  MN

Afmælisbörn í janúar

Í janúar eiga margir góðir menn og konur afmæli. Nýjasti meðlimur í fjölskyldunni fæddist 8. janúar og ber nafnið Marcus og er sonur Lárusar Freys og Jane í Danmörku. Og ég kominn með þann virðulega titil langömmusystir. Fleiri góðir menn og konur eiga afmæli í janúar t.d. Snorri Sturluson, f. 2. jan. Ólafur Rúnar fæddur 7. janúar og Valla frænka fædd 13. janúar.

Síðbúin þrettánda gleði

Vegna skringilegheita við jólin var þrettánda gleðin haldin 12. janúar og þá voru allir hressir og kátir og ekki slegið slöku við flugelda- og skotæfingar. Ásdís Heiða og Jóhanna Rakel dunda sér við bláu kúlurnar og reyndar undu allir glaðir við sitt. og afasrákurinn Eggert Aron
Afastelpurnar og bláu kúlurnar


Jólahangikjötið 2007

Hjá mér og mínum er jóladagur einn mesti hátíðisdagur ársins og allir fara í spariskap og snæða saman hangikjöt og víðfræga aspassúpu. Undanfarið höfum við fengið hangikjöt frá Möðrudal á Fjöllum og bregst það ekki. Síðan er spjallað og spilað og ýmislegt gert sér til gamans. Að þessu sinni voru Snorri, Andri og Lydia í Texas en sendu okkur video upptöku á aðfangadagskvöld og var það aldeilis upplifun og ekki laust við að sumum vöknaði um augu að fá þessar elskur inn í stofu en samt svo langt í burtu. Það fór vel um Eggert á Borgarspítalanum þennan dag en leiðinlegt fyrir okkur að hafa hann ekki hjá okkur. Síðbúnar hugleiðingar um jól og nokkrar myndir fljóta með.


2008

Árið 2008 gengið í garð og lofar bara góðu. 2007 var nú svolítið snúið á köflum - endaði með því að húsbóndinn á heimilinu fór í beina samkeppni við húsmóðurina hvað heilsufar varðar og skellti sér á Borgarspítlann á aðfangadag með svæsna lungna- og berkjubólgu var þar fram að áramótum. Jólin 2007 verða eftirleiðis kölluð skrýtnu jólin. En hann er allur að koma til en er enn sjúkrameldaður og getur dundað ýmislegt innandyra og kann ég bara ágætlega við að hafa hann svona heimavinnandi. Jól og áramót mótuðust af þessum sérkennilegu aðstæðum en að öðru leyti fór allt vel fram. Jólatréð var skreytt að vanda og fengum við til þess góða hjálp frá JR og EA sem eru mjög efnileg í faginu.

Brooklynbúinn

Snorri sonur minn skaust til landsins ísa í tvo sólarhringa og þarf ekki að fjölyrðu um ánægju vina og vandamana með það uppátæki hjá honum. Hann var í ,,vinnutengdri" ferð og upptekinn við það en hafði samt tíma fyrir fjölskylduna. I gærkvöldi snæddum við saman kvöldverð á Næstu grösum og eru myndir hér því til staðfestingar, pabbinn - börnin og tengdabörnin. En núna er Brooklyn tekið við ekki að vita hvenær hann kemur aftur austur um haf. En yndislegt var að fá hann þó stundinn hafi verið stutt.Flottur flokkurÁ tali


Skötuskrall

Skötuskrall

Húsbóndinn býður ábót

Laugardaginn 22. desember var haldin skötuveisla í Lindarhvammi hjá Dúllu og Rúna, árviss atburður.  Myndirnar tala sínu máli, Björúlfur bróðir Rúna flutti ljóð sem hann kallar Skötuskrall.  Ekki verður það birt að þessu sinni.

 

 




Vísnavinir kveðjast


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband