Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Það er huggun harmi gegn

Að undanförnu hefur rigningin þjáð okkur landsmenn með kuldatíð.  Allar ferðir til sólarlanda að seljast upp með hverjum regndropanum sem fellur og skal engan furða.  Í tilefni þessa varð til vísa sem til gamans er sett hér fram.  Hringhenda: 

Þjóðin hnuggin, þvílíkt regn,

þó mun ugglaust hlýna.

Það er huggun harmi gegn,

horfa' á skuggann dvína.          EL.


Helgarspjallið

Enn er blessuð blíðan í Reykjavík.  Við hjónin fórum í ferðalag norður í land í síðustu viku.  Gistum í Hrísey í tvær nætur hjá Oddnýju, Hallgrími og börnum. Þá beið Hótel Eddaá Akureyri eftir okkur og gistum þar aðrar tvær nætur í ,,Skrúði" fyrnagóðu herbergi. Stóðum á hliðarlínunni á ESSOmótinu ásamt fjölmennu stuðningsliði Tinds Kárasonar úr Blikunum.  Mælum með Bláu Könnunni í göngugötunni og Greifanum á Akureyri. 

Stofndagur

Laugardaginn 15. júli klukkan 00.45 er þessi bloggsíða stofnuð af Eggerti og Maríu.

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband