Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
16.7.2006 | 21:20
Það er huggun harmi gegn
Að undanförnu hefur rigningin þjáð okkur landsmenn með kuldatíð. Allar ferðir til sólarlanda að seljast upp með hverjum regndropanum sem fellur og skal engan furða. Í tilefni þessa varð til vísa sem til gamans er sett hér fram. Hringhenda:
Þjóðin hnuggin, þvílíkt regn,
þó mun ugglaust hlýna.
Það er huggun harmi gegn,
horfa' á skuggann dvína. EL.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2006 | 00:58
Helgarspjallið
Enn er blessuð blíðan í Reykjavík. Við hjónin fórum í ferðalag norður í land í síðustu viku. Gistum í Hrísey í tvær nætur hjá Oddnýju, Hallgrími og börnum. Þá beið Hótel Eddaá Akureyri eftir okkur og gistum þar aðrar tvær nætur í ,,Skrúði" fyrnagóðu herbergi. Stóðum á hliðarlínunni á ESSOmótinu ásamt fjölmennu stuðningsliði Tinds Kárasonar úr Blikunum. Mælum með Bláu Könnunni í göngugötunni og Greifanum á Akureyri.
15.7.2006 | 00:44
Stofndagur
Laugardaginn 15. júli klukkan 00.45 er þessi bloggsíða stofnuð af Eggerti og Maríu.
15.7.2006 | 00:01
Fyrsta bloggfærsla
Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.