Hvítserkur við Húnafjörð

Ljóðið birtist á bloggsíðunni í fyrra,
og er nú endurbirt.

Heillar strönd við Húnafjörð
hefur margt að bjóða,
kynnum fagran klettadrang
Hvítserk meðal þjóða.

Aldan sverfur basískt berg
brimið á því skellur,
oft þó komi erfið tíð
aldrei steinninn fellur.

Kalda lít ég klettabrík
krýnda fugladriti.
Heimaslóðin Húnaþing
heldur sínu gliti.             EL

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Eggert, takk f. þetta fallega ljóð, gaman að heyra e-ð um Húnaþing.

Valdemar K. T. Ásgeirsson, Auðkúlu...

Valdemar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 20:59

2 identicon

Hæ María mín..langaði að senda þér mínar bestu kveðjur og þakklæti fyrir fallegar hugsanir í minn garð...njóttu dagsins.Kærleikskveðja

Björk töffari (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband