Vinátta

Vinur örvar vonarglóð
sem vermir lítinn anda,
leiðir þig um ljúfa slóð
er lendir þú í vanda.

Vinafólkið viljum sjá
vera glatt í sinni,
efla hugans innstu þrá
og auka farsæl kynni.

Vinur glæðir lífsins ljós
og lyftir þínu geði,
einnig færðu fagurt hrós
sem fyllir þig af gleði.
EL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er aldeilis fallegt ljóð Eggert minn.

María Norðdahl (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband