Jólagleði

Er jólagleðin gengur inn
hún gefur mörgum bros á kinn,
í dimmum desember.
Þið undirbúið allt svo vel
og innilegt er hugarþel,
það eflaust einhver sér.

Við jafnan heyrum jólasöng
og jólabiðin virðist löng,
en ljúfa ljósið skín.
Já, ljósið hátt á himnum er
það heillar menn og aldrei fer,
þar stirnir stjarnan mín.

En stjörnur blika býsna oft
þær birtufylla andrúmsloft,
þá lýsir himnahöll.
Þar gleðin ætíð gyllir hug
og gefur margt sem eflir dug,
hún styrkir okkur öll.
EL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband