17. júní

Þegar kemur Þjóðhátíð

þá þjóðin skrýðist búning,

ýmsir fara á Austurvöll

og eflaust fá sér snúning.

 

Frelsisþráin feiknasterk

og fólkið öðlast löngun,

sjálfstæðið er sýnilegt

við sýnum ætíð döngun.

 

Gleðin ríkir umfram allt

og okkur þykir gaman,

engin læti, ekkert þjark,

öll við stöndum saman.



Þessar ljóðlínur komu upp í hugann
austur í sumarbústað árla dags þann 17. júní 2011.  
EL 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðlegt og fallegt elsku kallinn minn.

María Norðdahl (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband