9.1.2007 | 16:20
Góðar fréttir
Við Agnes krabbameinslæknir gerum smá hlé á stefnumótum okkar, niðurstöður rannsóknanna í gær voru góðar og engar vísbendingar um að neitt slæmt sé að grassera. Við ætlum að hittast næst í apríl, á sama stað. Nú er bara að takast á við næsta skref og gleðjast með góðum.
Þegar horft er út um stofugluggann núna kl.17:20 blasir halastjarnan McNaught við sjónum okkar á suðvestur himni. Fögur sjón og veit örugglega á gott. Halastjarna er lítill þokukenndur hnöttur í sólkerfinu sem hefur um sig hjúp. Þegar hún kemur í grennd við sólu blæs sólvindurinn hjúpnum út í hala sem vísar alltaf frá sól.
En annars blasir árið 2007 við Austurbrúningum með fögrum fyrirheitum. Á föstudaginn hitti ég mínar góðu vinkonur í Langþráði og bíð eftir myndum úr partýinu frá Kristjönu, vonandi koma þær fljótlega? Þrettándakvöldinu eyddum við með Jóhönnu Rakel og Eggerti Aroni frá Fífuvöllum. Framundan eru bara góðir dagar held ég ....
Maja
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:32 | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlegar hamingjuóskir, María, með frábærar fréttir! Nú er vonandi bara bjart framundan! Samgleðst ykkur líka með að hafa haft svona skemmtilegt kompaní á þrettándanum. Bestu kveðjur að norðan.
Ing Sig (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 22:59
Við sjáum ekki Herra McNaught út um neinn glugga á Sjafnargötunni. Hvernig er það, eruð þið nær sólu í Austurbrún eða eruði bara með betri sambönd í sólkerfinu?
Hér var matarboð í kvöld fyrir Arnald vin Kára og foredlra hans sem búa nú fyrir vestan. Það var hálfgert styrjaldarástand á meðan, drengirnir voru svo kátir að hittast.
Gaman að heyra góðar fréttir af þér, María.
Stuðkveðjur - Hallgrimur
Trúnó, 10.1.2007 kl. 22:10
Takk fyrir góðar kveðjur, já við eru í beinu sambandi við vetrarbrautina enda kennarar heimilisins fengist við kennslu í stjörnufræði. Og síðan vil ég taka undir með norðankonunni hvað varar kompaníð góða frá þrettándanum, við Eggert eru ríka af slíkum kompaníum.
Eggert J Levy og María Norðdahl, 11.1.2007 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.