Skötuveisla

Við veisluborðið

Það er orðin venja að mæta í skötuveislu hjá Ólafi Rúnari og Kristínu Dúllu í Hafnarfirði á Þorláksmessu.  Af því tilefni urðu til nokkrar hringhendur sem við félagarnir fluttum í lok borðhaldsins.

Á Þorláksmessu mætum kát,
magnast þessi hrina.
Skerðist stress við skötuát,
skynjum blessunina.

Eðalsteina ársins tel,
eyða hreinum trega.
Hjónin reynast voða vel,
virka greinilega.        EL


Núna þegar nálgast jólin,
nefni ég þátt frelsarans,
eyðir trega eins og sólin
innri fegurð sérhvers manns.


Blessuð jólin, nálgast nú
niður sólin gengur,
upp í bólið ættir þú
ögn að dóla lengur.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jólakveðja frá Bangkok

Glæðileg jól.

Ég kem heim í kvöld mjög seint 2. jóladag.

Birgir Már

norddahl (IP-tala skráð) 26.12.2006 kl. 05:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband