18.12.2006 | 16:03
Góð jólagjöf
Í dag hitti ég lækninn minn - hana Agnesi og fórum við yfir niðurstöður úr blóðprufum og lungnamyndatöku frá því á föstudaginn, jafnframt spáðum við og spekúleruðum í ýmsu tengt sjúkdómsferlinu. Niðurstöðurnar voru flestar mjög góðar en enn er pirringur í lifrinni sem trúlega má rekja til krabbameinslyfjanna. Spurning hvort gömul kendirí séu að taka sig upp ... en grínlaust eru þetta bara góðar fréttir og bólgan sem var í lungum er horfin. Svo nú er mín kát og ætlar að fagna þessu með þvi að hitta barnabörnin. Og á morgun koma Snorri, Lydia og Andri Luke - bara tær snilld allt saman. mn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:13 | Facebook
Athugasemdir
Ég samgleðst þér/ykkur báðum innilega
! Þetta eru sannarlega góðar fréttir! Svo er bara að halda upp á það með því að vera með fólkinu sínu. Snilld
.
Kveðjur að norðan - í bæinn.
Inga (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 01:39
Frábært! Kveðjur úr suðinu..
abelinn, 19.12.2006 kl. 03:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.