6.12.2006 | 18:19
Jólafastan
Þá er jólafastan gengin í garð enn einu sinni. Gaman að sjá hve margir taka fljótt við sér hvað ljósaskreytingar varða - ekki veitir af að lífga upp á skammdegið. Í Austurbrún er búið að tendra ljós í gluggum og bjart og notalegt þegar myrkur skellur á. Heimsótti Kára minn Daníel á Grænuborg áðan, börnin buðu í kakó og piparkökur og voru þau búin að föndra skó til að setja í gluggann. Jólasveinarnir fara að birtast hvað úr hverju og verður gaman að sjá hvernig hann tekur því. Ég er að hressast og mikill munur á heilsufarinu núna eða fyrir nokkrum vikum. mn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.