Borgarvirki

Borgarvirki er áberandi og fögur klettaborg í Húnaþingi vestra.

Höldum norður Húnaþing,
hérað Grettis sterka.
Virkið er á vinstri hönd
í Víðidalnum merka.

Klettaborgin fögur, forn,
fyrrum veitti skjólið.
Nálægt miðjum sveitasal,
sögufræga bólið.

Vissulega vígið hlóð
vaskur hagleiksmaður.
Skima má af virkisvegg,
til varnar góður staður.

Víga-Barði varðist mjög
vistafár en heppinn.
Borgfirðinga burtu rak
bauð þeim djarfur keppinn.

Ár og vötn og fjarlæg fjöll
fríð er jarðarsmíði.
Borgarvirki er umfram allt,
einstök sveitarprýði.              EL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband