28.2.2009 | 22:04
Borgarvirki
Borgarvirki er áberandi og fögur klettaborg í Húnaþingi vestra.
Höldum norður Húnaþing,
hérað Grettis sterka.
Virkið er á vinstri hönd
í Víðidalnum merka.
Klettaborgin fögur, forn,
fyrrum veitti skjólið.
Nálægt miðjum sveitasal,
sögufræga bólið.
Vissulega vígið hlóð
vaskur hagleiksmaður.
Skima má af virkisvegg,
til varnar góður staður.
Víga-Barði varðist mjög
vistafár en heppinn.
Borgfirðinga burtu rak
bauð þeim djarfur keppinn.
Ár og vötn og fjarlæg fjöll
fríð er jarðarsmíði.
Borgarvirki er umfram allt,
einstök sveitarprýði. EL
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.