22.5.2008 | 23:22
Parið prúða í Belgrad
Þungu fargi er létt af þjóð vorri. Við komumst upp úr ,,bölvaða riðlinum" í Evrópukeppni sjónvarpsstöðva. Loks getum við haldið heiðarlegt euróvísjónpartý aftur. Parið prúða sem þjóðin valdi til að stíga á stokk í Belgrad fyrir okkar hönd stóð sig frábærlega og átti skilið að komast áfram. Regína er stórkostleg söngkona og mikil díva og hefur fyrir löngu unnið hug og hjörtu þjóðarinnar. Þeir sem þekkja hana og hafa fylgst með í gegnum tíðina samgleðjast henni innilega og eru stoltir af henni. Friðrik Ómar er mikill sjarmör og góður söngvari og saman mynda þau glæsilega heild. Á mínu heimili var pínulítið euróvisjónpartý og þegar Ísland var lesið upp hoppuðu allir af gleði og yngsti partýgesturinn sveiflaði 17. júní fánanum ótt og títt og hrópaði ÁFRAM ÍSLAND!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:29 | Facebook
Athugasemdir
Alveg sammála þér með þetta,þetta eru glæsilegir fulltrúar okkar þjóðar og stóðu sig með sóma.Hafðu það gott María mín og eigðu skemmtilegt euróvisjónpartý á morgun...sjáumst á mánudaginn,knús
Björk töffari (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.