Arna frænka mín

Litla snúllan hún Arna á afmæli í mars nr. 10. Hún fæddist 1992 og er því 16 ára snótin sú. Arna hefur alltaf verið sniðug snúlla, þegar hún var lítil kallaði hún mömmu sína og pabba gjarnan ,,Rúna mín og Gísli" fannst væmið að nota mamma og pabbi. Hún er listfeng í meira lagi, semur sögur, málar og teiknar myndir og sendi föðursystur sinni sögur og listaverk í pósti þegar hún var yngri. Teiknimyndirnar hennar eru tær snilld, kannski ég fái að birta nokkrar seinna meir á blogginu mínu? Hún á eftir að láta að sér kveða í listaheiminum - á einn eða annan hátt sú stutta, fylgist bara með! Arna er dóttir Gísla bró og Rúnu mágkonu. Og hún býður Maju föðursystur sinni á tónleika þegar Kársneskórinn syngur - hún er einn söngfuglanna af suðurlandi og er yndisleg.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

til hamingju með bróðurdóttur þína

finnst eins og ég eigi að þekkja hana svolítið bara af því að Rúna er systir Viðars sem er mágur mömmu minna.

þekki hana samt ekki neitt.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 17.4.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband