31.3.2008 | 20:31
Nói minn 2ja ára
Hann Nói minn er 2ja ára í dag. Kári pabbi hans er mikill spaugari og þegar hann tilkynnti mér 1. apríl 2006 að nú væri Nói í þann veginn að mæta á Hótel jörð .. ja - þá hélt ég fyrst að hann væri að gabba mig. En svo var nú aldeilis ekki - daginn eftir sá ég Nóa fyrst og féll kylliflöt fyrir honum.
Nói er ótrúlega skemmtilegur náungi, alltaf hlæjandi og tiplar á tánum eins og ballettdansari, sífellt á skondinni hreyfingu sem er eiginlega ekki hægt að lýsa og engum leiðist nálægt honum. Til hamingju með daginn elsku litla krúttið mitt. Þú et ótrúlega skemmtilegur - bara skemmtilegastur.
Nói er ótrúlega skemmtilegur náungi, alltaf hlæjandi og tiplar á tánum eins og ballettdansari, sífellt á skondinni hreyfingu sem er eiginlega ekki hægt að lýsa og engum leiðist nálægt honum. Til hamingju með daginn elsku litla krúttið mitt. Þú et ótrúlega skemmtilegur - bara skemmtilegastur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:56 | Facebook
Athugasemdir
Hæ Amma, takk fyrir kveðjuna. Ég er búinn að eiga góðan dag, fékk ís í morgunmat og líka í leikskólanum, allir krakkarnir sungu fyrir mig afmælissönginn. Svo fór ég til Ásdísar sem passar mig þegar leikskólinn er búinn, hún var búin að baka köku handa mér. Ásdís og krakkarnir hennar gáfu mér hund sem ég ætla að kalla Dimmu. Svo gerðu mamma og Tindur uppáhalds matin minn sem er Pizza. En núna er ég orðin þreytur og ætla að fara að sofa. Góða nótt elsku amma og Eggert
Nói Kárason (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.