7.4.2008 | 19:54
Edda sys
Edda sys á afmæli sama dag og Rúna mágkona 22. mars og fellur því í skuggann sem afmælisbarn þetta árið enda státar hún ekki tugi núna. En afmæli á hún þennan dag og var stödd á Tenerife á afmælisdaginn í ár; mikil hreyfing á fjölskyldunni þessa marsdaga.
Fjórar konur hafa skipt miklu máli í lífi mínu; móðir mín Oddný (látin), Edda sys, Oddný dóttir mín og síðast bættist Margrét María dótturdóttir mín í hópinn. Þessar konur eru allar áhrifavaldar í lífi mínu, ýmist sem fyrirmyndir, góðar vinkonur, þær segja mér til syndanna og ég þeim en fyrst og fremst eru þær bara til og mér finnst óendanlega vænt um þær allar, hverja á sinn hátt.
Og Edda sys er bara besta systir í heimi.
Fjórar konur hafa skipt miklu máli í lífi mínu; móðir mín Oddný (látin), Edda sys, Oddný dóttir mín og síðast bættist Margrét María dótturdóttir mín í hópinn. Þessar konur eru allar áhrifavaldar í lífi mínu, ýmist sem fyrirmyndir, góðar vinkonur, þær segja mér til syndanna og ég þeim en fyrst og fremst eru þær bara til og mér finnst óendanlega vænt um þær allar, hverja á sinn hátt.
Og Edda sys er bara besta systir í heimi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:56 | Facebook
Athugasemdir
Langaði bara að skilja eftir spor hér og óska þér góðrar helgar María mín,vona að þú hafir það gott...knús
Björk töffari (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.