Rúna mágkona 6-tug

Rúna Bjarnadóttir, mágkona mín varð 60 ára 22. mars. Afmælisdeginum eyddi hún í París með sínu fólki enda mikil heimsdama. Rúna hefur verið lengi í fjölskyldunni, Gísli bró hitti hana seint á sjöunda áratug síðustu aldar og haldið fast í hana síðan. Hefur hún  fyrir löngu skapað sér sess í okkar ranni. Hún er ættuð úr Eyjafjallasveitinni, nánar tiltekið frá Skálakoti og alin upp í Ásólfsstaðakvosinni sem svo er nefnd. Sú sveit hefur gjarnan verið kölluð fallegasta sveit landsins. Rúna í París á afmælisdaginnRúnu er margt til lista lagt, er handverkskona mikil og góð - býr til fallega hluti úr öllu mögulegu og svo er hún smiður góður - málari og allt það sem lýtur að húsbyggingum er hennar yndi. Henni líður vel með Stanley-hamarinn í hönd enda er hann besti vinur hennar og hafa dætur hennar sagt að Stenleyinn fari með henni yfir í annan heim þegar sú stund renni upp. Ásamt manni sínum byggði hún hús í Stuðlaseli í Breiðholti og þegar byggingaframkvæmdir hófust mættu þau hjón með skóflu og haka og byrjuðu að moka í móanum og hægt og bítandi reis húsið. Garðrækt er henni hugleikin og garðarnir sem þau hjón hafa ræktað eru mikil bæjarprýði - fyrst í Stuðlaseli og síðar við Meðalbraut í Kópavogi. Við vissar aðstæður tekur Rúna lagið hressilega enda komin af miklum söngfuglum af Suðurlandi. Framkvæmdagleðin er eitt aðalsmerki Rúnu og hefur hún ásamt manni sínum endurbyggt sumarbústað í Grímsnesi sem þau festu kaup á fyrir margt löngu. Við hjón í Austurbrún höfum notið góðs af þessum hæfileikum og teiknaði Gísli bró nýjan/endurbyggðan bústað okkar í nágrenni við þau þar eystra og æði oft kíkti Rúna yfir öxl bónda síns við þá vinnu og lagði margt gott til málanna. Rúna er uppáhalds mágkona mín og alltaf reynst mér og mínum vel - er bara frábær.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hafði gaman að lesa þessa skemmtilegu grein um Rúnu mágkonu okkar.

Og ég er svo sannarlega sammála hverju orði,  því að Rúna er einhver sú besta og skemmtilegasta manneskja sem ég kynnst.

Edda

Edda Norðdahl (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband