25.3.2008 | 21:18
Margbreytilegur mars
Marsmánuður hefur verið viðburðarríkur i lífi Austurbrúnara og erum við sannarlega ,,brúnarar" núna enda búin að baka okkur í sólinni á Tenerife um tíma. Tenerife tilheyrir Kanarýeyjum sem er eyjaklasi í Atlantshafinu vestur af Afríku nánar tiltekið á 28. breiddargráðu og á svipaðri lengdargráðu og Ísland. Þar lifðum við miklu sældarlífi enda ekkert áreiti nema þá helst sólin og örlítill valkvíði gerði vart við sig þegar kom að ákvarðanatöku um hvar snæða skyldi dinner. Þegar heim kom tók páskafrí við með tilheyrandi sumarbústaða stússi og enn er marsmánuður ekki á enda.
Afmælissyrpan heldur áfram en heldur hef ég dregist afturúr með það enda fjöldinn allur af fólki sem eru afmælisbörn mánaðarins; Arna frænka mín, Rúna mamma hennar og mágkona, Edda sys, Siggi Levy stjúpsonur og eflaust fleira fólk sem kemur upp í hugann þegar hversdagsleikinn tekur við. mn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 30.3.2008 kl. 12:12 | Facebook
Athugasemdir
Sælar frú og velkominn heim í land kuld og gengisfellinga það skall reyndar á okkur sumar í nokkura daga fyrir páska og þá var ákveðið að að nú væri í lagi að skríða undan teppahrúgunni en hvað skeði? jú það kólnaði aftur á landinu fagara svo nú hef ég tekið þá stórkostlegu ákvörðun. Næsta haust ætla ég að láta mig halda að ég sé skógarbjörn þannig að ég mun koma til með að sofa frá 15 september - 15 mai..
Hlakka til að sjá þig
Soll-ann, 26.3.2008 kl. 14:49
Fyrirgefðu gleymdi. Afhverju tókstu ekki Dönu með þér heim það hefði ekki verið mikið mál að hýsa hana svona af og til
Soll-ann, 26.3.2008 kl. 14:52
Ja einmitt það, mér hefur oft dottið þetta bráðsnjalla ráð með skógarbjörninn i hug og held reyndar að það muni henta mér ágætlega þannig séð, hef samband í haust. Dana hafði frétt af gengisfellingunum og var ekki til í tuskið.
María (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 19:20
Hæ María mín og takk fyrir innlitið....myndirnar sem eru á blogginu mínu fæ ég bara hér á netinu,td.inn á tinypic..þarf bara að leyta dálítið.En gott að sjá að þér líður vel og vonandi verður svo áfram..knús
Björk töffari (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.