Hvítserkur

Heillar strönd við Húnafjörð
hefur margt að bjóða,
kynnum fagran klettadrang
Hvítserk meðal þjóða.

Aldan sverfur basískt berg
brimið á því skellur,
oft þó komi erfið tíð
aldrei steinninn fellur.

Kalda lít ég klettabrík
krýnda fugladriti.
Heimaslóðin Húnaþing
heldur sínu gliti.                EL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið afskaplega er þetta fallegt ljóð. Hafðu kærar þakkir fyrir. með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 00:16

2 identicon

Eggert thu ert kyngimagnad skald, eg hlakka til ad sja fyrstu ljodabokina thina, thu tharft ad fara ad koma henni ut.

kv. fra Hollywood

s

snorri sturluson (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 19:34

3 identicon

Aldeilis gott að fá svona viðbrögð frá Hollywood. Maja

María (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband