23.2.2008 | 23:50
Hvítserkur
Heillar strönd við Húnafjörð
hefur margt að bjóða,
kynnum fagran klettadrang
Hvítserk meðal þjóða.
Aldan sverfur basískt berg
brimið á því skellur,
oft þó komi erfið tíð
aldrei steinninn fellur.
Kalda lít ég klettabrík
krýnda fugladriti.
Heimaslóðin Húnaþing
heldur sínu gliti. EL
Athugasemdir
Mikið afskaplega er þetta fallegt ljóð. Hafðu kærar þakkir fyrir. með beztu kveðju.
bumba (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 00:16
Eggert thu ert kyngimagnad skald, eg hlakka til ad sja fyrstu ljodabokina thina, thu tharft ad fara ad koma henni ut.
kv. fra Hollywood
s
snorri sturluson (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 19:34
Aldeilis gott að fá svona viðbrögð frá Hollywood. Maja
María (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.