Hallgrímur afmælisbarn

Halgrímur og Margrét MaríaÍ dag á hann Hallgrímur afmæli. Hann er sambýlismaður einkadóttur minnar og hefur því sérstöðu á þessu heimili og hlotið nafnbótina uppáhalds tengdasonurinn. Hallgrími er margt til lista lagt, semur m.a. sögur og ljóð og málar myndir. Merkasta afrek hans í okkar augum er samt dóttir hans, litla ömmustelpan mín, hún Margrét María sem fæddist í maí 2005. Hann hefur einnig gengið ömmustráknum mínum Kára Daníeli í föðurstað og er þáttur hans í þessari fjölskyldu geysi stór.
Fyrir áramótin sýndi hann okkur mikið listaverk sem hann málaði og er trúlega dýrasta málverk Íslandssögunnar en andvirði þess 21.000.000 kr. rann til hjálpar nauðstöddum börnum í Afríku. Listaverkið er svo magnað að það bókstaflega límdist á sjónhimnuna og sé ég það ljóslifandi fyrir mér.  Einn auðmanna þjóðarinnar snaraði fram þessum milljónum og verður gaman þegar þetta kyngimagnaða málverk verður kynnt fyrir þjóðinni.  Mörg ljóða Hallgríms eru skemmtileg og rákumst við hjónin á sonnettur eftir hann á vef Jónasar Hallgrímssonar fyrir stuttu. Bóndinn á þessum bæ hefur verið að leika sér við sonnettugerð undanfarið, ég birti kannski sonnetturnar þeirra síðar. Hallgrímur er drengur góður og sinnir stórfjölskyldunni vel og auðgar líf okkar og mesta listaverkið hans er Margrét María - augasteinn ömmu sinnar og yndi allra. MN


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fallegt hjá þér, María. Takk fyrir mig. Bestu kveðjur úr vinnustofunni - HH

Hallgrímur (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 13:25

2 Smámynd: Soll-ann

Til hamingju með drenginn það er eins og ég segi allir merkustu Íslendingarnir eru fæddi um þetta leiti.

Og takk fyrir gott boð aldrei að vita nema ég detti inn og skoði göngugarpana

Soll-ann, 21.2.2008 kl. 18:43

3 identicon

sidbuinn afmaeliskvedja til Hallgrims, bestu kv. fra Hollywood

s

snorri sturluson (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband