Útskrift frá Bifröst

Hópur laganema, Valgeir annar f.h. í öftustu röðValgeir Már útskrifaðist í gær með BS próf í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst.  Hann hóf námið á haustönn 2005 og hefur því haldið vel á spöðunum.  Skólinn er í örum vexti og gaman að sjá hvernig hann vex og dafnar í hrauninu við Grábrók.  Umhverfið setur mark sitt á skólastarfið; bæði hvað varðar námið og eins félagslífið.

Við óskum Valgeiri hjartanlega til hamingju með þennan merka áfanga og erum viss að námið muni nýtast honum í starfi og leik.  Hann hefur nú þegar fengið starf í sinni heimabyggð Sauðárkróki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þakka hlý orð í minn garð!

kv. Valgeir

Valgeir Már (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband