Bestu fréttir

Á mánudaginn fór ég að hitta Agnesi Smáradóttur, krabbameinslækninn minn. Þá lágu fyrir niðurstöður úr sneiðmyndatöku og blóðprufum sem teknar voru vikunni áður og er skemmst frá því að segja að allt litur ljómandi vel út í líkama mínum.  Smile  Ég veit að margir lesa bloggið mitt og er ég mjög stolt og þakklát fyrir það -ættingjar, vinir og vandamenn hafa fylgst með sjúkdómsbrölt mínu undanfarin tvö ár og veitt mér ómetanlegan stuðning og uppörvun. En nú er það versta að baki og tími til kominn að bretta upp ermarnar og komast í mark. Bestu kveðjur og þakklæti til allra. María

 

ps er ekki hætt að blogga og held áfram með afmælissyrpuna......... ábendingar vel þegnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ María frábært að heyra að allt er gott að frétta, náði ekki að kíkja á ykkur í kennarhúsinu í jólafríinu Skilaðu kveðju til allra. Svava í Leeds

Svava (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 17:30

2 identicon

 Flott að heyra, nú er bara sólin og ljósið, þe sólarljósið

Ása (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 17:40

3 identicon

Þetta eru aldeilis góðar fréttir litla systir.

Hittumst fljótlega á Tenerife í  og

Kveðja,

Edda

Edda (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 08:17

4 identicon

Ánægjulegar fréttir kæra María og gott að allt gengur vel hjá þér..kærleiksknús

Björk töffari (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 14:26

5 Smámynd: Soll-ann

Þetta eru góðar fréttir höldum áfram á þessari braut og takk fyrir kíkkið

Soll-ann, 7.2.2008 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband