3.2.2008 | 13:05
Afmælisbarn 4. febrúar
Um daginn auglýsti ég eftir þátttakendum í afmælissyrpu febrúarmánaðar en enginn hefur gefið sig fram enn sem komið er. Áhugaleysi blogglesara mun ekki aftra mér frá að halda ótrauð áfram og í dag er Atli Björn E Levy afmælisbarn. Hann er orðinn 28 ára, strákurinn, - stór og sætur karlmaður. Á myndinni er hann að lesa upp ljóð í afmæli pabba síns frá því í fyrra, ljóðið er eftir Kristínu Þorsteins, KÞ - sem hún orti til vinar síns og samkennara, Eggerts. Atli Björn er orðinn töluvert fullorðins, búinn að mennta sig og farinn að vinna og býr með sinni ágætu kærustu Ásdísi Jónu. Hann fylgir sem sagt ekki spænska kerfinu sem mikið var í fréttum á dögunum en eins og menn muna þá er Hótel mamma dáldið vinsæl á Spáni. Atli Björn er gull að manni, íþróttamaður og heilbrigð sál í hraustum líkama. Hann hljóp heimdragann að hætti Fjölnismanna og stundaði nám erlendis, í Þýskalandi og BNA - nánar til tekið í Seattle, ásamt því að líta við í HÍ. Ekki fara sögum af eymd og volæðin hjá honum eins og hrjáði þá Fjölnismenn á sínum tíma, alla vega var ekki efnt til samskots til að halda í honum lífinu. Enda námslán og aðrir möguleikar í boði núna og trúlega hefur Atli fengið styrki til að stunda sitt nám enda mikill námsmaður og maður góður og margir tilbúnir að veðja á hann.
Umsóknarfrestur til að taka þátt í afmælissyrpunni rennur aldrei út, endilega hafið samband og bendið á áhugaverð afmælisbörn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.