Merkisbarn

Markús sonur Lárusar Freys og JaneÞessi mynd er af Marcus litla sem er sonur Lárusar Freys og Jane sem búa í Horsens í Danmörku. Hann fæddist 8. janúar og er því eitt af afmælisbörnum janúarmánaðar ásamt fleiri merkismönnum. Lárus Freyr er sonur Hörpu Lárusdóttur sem er dóttir Eddu systur minnar. Þegar grant er rýnt í ættfræðina þá kemur í ljós að ég er langömmusystir þessa litla snáða. Finnst mér það mjög virðulegur titill. Ef smellt er á myndina er hægt að skoða þennan fallega dreng betur og glöggir sjá að hann líkist föður sínum töluvert.  MN

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl systir góð.

Gaman er að sjá mynd af litla langömmubarninu mínu hjá þér en ég hef komist að því að nafnið hans er skrifað Marcus, sem sagt með C.

Kveðja,

Edda

Edda Norðdahl (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 11:19

2 Smámynd: Eggert J Levy og María Norðdahl

Ég þakka fyrir upplýsingarnar um rithátt á nafni Marcusar - maður er eitthvað svo bundinn íslenskunni og heldur að hún sé alheimsmál .... en svo er víst ekki. Nú styttist í sól og sumaryl hjá okkur systir góð!! maja

Hvar eru þið vinirnir Siggi og Biggi - ég heyri ekkert frá ykkur - hafið þið yfirgefið  netheima??

Eggert J Levy og María Norðdahl, 1.2.2008 kl. 19:51

3 identicon

Hæ hæ

 Og já við verðum að fara að hittast!! Er reyndar búin að plana hitting með börnunum þínum tveim þ. 23. febrúar

Hann er svo mikil dúlla hann Marcus og mig hlakkar svo mikið til að geta komið við hann.

 Verðum í bandi sem fyrst !!

 Freyja

Freyja (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 22:01

4 Smámynd: Eggert J Levy og María Norðdahl

Aldeilis gaman að heyra um hittinginn hjá ykkur systrabörnum á Íslandi. Heyrumst Freyja mín.

Maja

Eggert J Levy og María Norðdahl, 3.2.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband