14.1.2008 | 19:01
Jólahangikjötið 2007
Hjá mér og mínum er jóladagur einn mesti hátíðisdagur ársins og allir fara í spariskap og snæða saman hangikjöt og víðfræga aspassúpu. Undanfarið höfum við fengið hangikjöt frá Möðrudal á Fjöllum og bregst það ekki. Síðan er spjallað og spilað og ýmislegt gert sér til gamans. Að þessu sinni voru Snorri, Andri og Lydia í Texas en sendu okkur video upptöku á aðfangadagskvöld og var það aldeilis upplifun og ekki laust við að sumum vöknaði um augu að fá þessar elskur inn í stofu en samt svo langt í burtu. Það fór vel um Eggert á Borgarspítalanum þennan dag en leiðinlegt fyrir okkur að hafa hann ekki hjá okkur. Síðbúnar hugleiðingar um jól og nokkrar myndir fljóta með.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.