10.1.2008 | 21:03
Brooklynbúinn
Snorri sonur minn skaust til landsins ísa í tvo sólarhringa og þarf ekki að fjölyrðu um ánægju vina og vandamana með það uppátæki hjá honum. Hann var í ,,vinnutengdri" ferð og upptekinn við það en hafði samt tíma fyrir fjölskylduna. I gærkvöldi snæddum við saman kvöldverð á Næstu grösum og eru myndir hér því til staðfestingar, pabbinn - börnin og tengdabörnin. En núna er Brooklyn tekið við ekki að vita hvenær hann kemur aftur austur um haf. En yndislegt var að fá hann þó stundinn hafi verið stutt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 14.1.2008 kl. 19:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.