16.9.2007 | 15:14
Tómlegt í kotinu
Nú eru mín ágæta systir og mágur farin til síns heima eftir 10 daga heimsókn á Fróni. Daglegt líf hjá þeim í Danmörku tekið við og það sama gildir hér. Rúmar 3 vikur eru síðan ég lagðist á skurðarborðið hjá Tómasi lækni og batinn kemur í hænufetum eins og sólin sem lækkar á lofti dag hvern eftir sama lögmáli. Rólegheitin hafa leitt til þess að ég er farin að prjóna og er það ágætis dægradvöl þegar allt snýst um að passa sig og forðast ,,snöggar" hreyfingar. Frekar er þó tómlegt í kotinu en prjónaskapurinn styttir mér stundir og gott að eiga Ljósið að og hitta fólk. Þangað sæki ég styrk og félagsskap.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.