9.9.2006 | 00:29
Maju börnin
Tindur Nafnið Tindur kemur fyrst fyrir á landnámsöld samanber Tindur á Tindsstöðum, ábyggilega frægur kappi, einnig er Tindur Hallkelsson nefndur í Íslendinga sögum, ekki fara sögur af því að þeir kappar hafi iðkað fótbólta eins og Tindur Kárason nafni þeirra gerir. Nafnið fær auknar vinsældir eftir miðja síðustu öld og í dag er þó nokkrir sem heita þessu nafni. Orðið Tindur merkir sá sem stendur upp úr.
Nói Nafnið Nói kemur fyrst fyrir hér á landi á 19. öld og hefur nafnið notið vaxandi vinsælda. Það finnst í báðum ættum Maju ömmu hans. Nafnið er sótt til Biblíunnar og er af hebreskum toga. Sumir telja það merkja hvíld, aðrir ætla að það merki langlífi. Í Gamla testamentinu segir frá Nóa og örkinni, sem hann og synir hans smíðuðu að boði Guðs til að bjarga sér og dýrum jarðarinnar úr syndaflóðinu. Nói og Tindur eru synir Kára og Hjördísar.
Andri Luke Nafnið Andri er ungt nafn í íslensku kemur fyrir í byrjun 20. aldar og merkir eiginlega skíðamaður. Orðið andri er eingöngu norrænt og á sér engar beinar samsvaranir í germönskum málum. Nú á dögum er nafnið eitt af tískunöfnunum á Íslandi. Nafnið Luke er stytting úr Lucas og er vinsælt á erlendri grundu. Í nöfnunum blandast saman; andar, skíði, bardagamenn, biblíupersónur, teiknimyndahetjur og vísindaskáldsagnapersónur. Andri Luke er sonur Snorra og Lydiu sem búsett eru í NY.
Kári Daníel Nafnið Kári er þekkt allt frá Landnámsöld og sá kappi sem þekktastur var á þeim tíma hét Kári Sólmundarson, fóstbróðir Njálssona. Nafnið er vinsælt hérlendis og merkir hrokkinhærður maður. Nafnið Daníel er þekkt á Norðurlöndum allt frá 12. öld, það er Bíblíunafn komið úr hebrsku og vinsælt víða um heim. Kári Daníel er sennilega eini Íslendingurinn sem ber þessa tvennu. Hann er sonur Oddnýjar og stjúpsonur Hallgríms.
Margrét María Bæði þessi nöfn hafða verið algeng hérlendis í aldaraðir. Margrét er upprunalega grískt nafn og merkir perla. Það er meðal algengustu kvenmannsnafna í evrópskum konungaættum. María er tökuheiti úr latínu komið úr grísku, merking þess er óljós, en sú þekktasta er að sjálfsögðu María guðsmóðir. Bæði nöfnin eru heiti helgra meyja og dýrlinganöfn. Margrét María heitir eftir ömmum sínum og er dóttir Oddnýjar og Hallgríms.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 15.9.2006 kl. 22:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.