Sigurvegari

Sigurvegari í skoðanakönnuninni um lögin sem voru sungin við skírnaathöfnina er Atli Björn Eggertsson Levy.   Hann sigraði glæsilega og er hægt að sjá niðurstöðurnar í athugasemdum við texta hér fyrir neðan.  Kynnið ykkur endilega málið. Verðlaunaafhending fer fram síðar; nánar til tekið þegar sigurvegrinn kemur til landsins en hann er í Ameríku við nám eins og allir vita en sumir kannski búnir að gleyma því hann les svo stíft að lítið heyrist frá honum. Eru samskiptin við hann að verða eins og samskipti Fjölnismanna voru við landann á öldum áður en þeir voru nú reyndar háðir skipaferðum milli landa sem voru örfáar á ári. Treysti því að Atli stundi nám af kappi og láti ekki trufla sig. Verðlaunin bíða.

Í dag er rigning og rok í höfuðborginni. Oddný og Kári Daníel voru bílstjórar hjá mér í dag og dvöldu hér fram eftir degi. Fékk KD sína límmiða fyrir vel unnin störf á salerninu.

Lyfin streyma um æðar mér og lítið um það að segja en ekki eru þau nú nein heilsubótarefni, veikja og/eða drepa nýjar frumur í líkamanum og gera mann slappan og stundum niðurdregin en svona er lífið og lítið annað að gera en að standa vaktina á enda eins og sönn sjómannsdóttir. En stundum gefur hraustlega á bátinn.

Ætla að hlusta á Magna í nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara svona. Síminn hjá mér er
+1-206-527-6195/+1-206-658-3651

Svo er nýlega búið að setja á laggirnar snilldarhugbúnaðinn Skype sem ég á eftir að setja upp í Austurbrúninni á þvælingi mínum um landið innan skamms.

Atli (IP-tala skráð) 23.8.2006 kl. 03:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband