Haninn heim

DanmörkLoksins er þessi virðulegi graníthani kominn heim til sín í Hanagerði.  Eigandinn er afar stoltur með gripinn og ekki drekkur haninn bjórinn þó á borð sé borinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna og hananú !

Loksins komst hann í réttar hendur "den danske" hani.

Vorum orðin hrædd um að hann hefði flogið til Florida.

Kveðja,

Edda og Lalli

Edda Norðdahl (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 14:34

2 identicon

Smá viðbót........

Haninn var hafður í strangri gæslu hvað bjór varðar meðan hann var hérlendis. Honum var bent á að verðlag á bjór er allt annað í Hanagerði heldur en í Ryvangsallé og eins gott að verða ekki of "húkkt".

Edda og Lalli

Edda Norðdahl (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 14:38

3 identicon

Ég þakka öllum hlutaðeigndi að dröslast með þennan þunga grip yfir hafið. Hafið kæra þökk systkinin mín að færa mér þennan dýrgrið.

Þið munið að þegar ég á næst stórafmæli þá vantar mig undir hann hanastand úr sama efni. Stærð hans þarf að vera svona 40x40 cm og um 2,0 m á hæð. Þyngdin gæti þá verið tæpt tonn, en hann flýtur bara með einhverri búslóðinni.

Ykkar bróðir á Fróni

Gísli Norðdahl (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 17:58

4 Smámynd: Eggert J Levy og María Norðdahl

Ég ætla að leggja orð í belgu - öndvegissúlurnar skiluðu sér á land á sínum tíma með búslóð þeirra Ingólfs og Hallveigar þannig að okkur systkinum er nú ekkert að vanbúnaði á tækniöld að koma einni súlu til landsins. Og súlur eru til ýmsa hluta nytsamlegar ef út í það er farið og eins hægt að kalla þær standa ef vill. Stór-Kópavogssvæðíð hlýtur að fagna slíkum innflutningi. Lókalbrandari!

Eggert J Levy og María Norðdahl, 8.8.2007 kl. 23:13

5 identicon

Rétt er það að súlunar frægu skiluðu sér.

Þannig að gott er að hafa þetta í huga,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,Á frúin ekki stórafmæli á næsta ári ????????????

Hver hefur áhuga á skatgripum  ef granít er í boði .........................

Kær kveðja frá þeim sömu.

Edda (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 06:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband