28.7.2007 | 12:41
Gott fólk
Ég hef talað um góða daga á blogginu mínu og bent á mikilvægi þess að safna þeim. Einnig er ástæða til að safna góðu fólki. Gott fólk leynis víða og er ég svo heppin að eiga marga góða vini. Í síðustu viku komu tveir slíkir í heimsókn í Grímsnesið og áttu eftirminnilega kvöldstund með okkur. Þar voru á ferð Ása vinkona mín frá Eskifirði og maðurinn hennar, hann Óli. Þau hjón eru einstök á sinn eðlislæga hátt og tryggðartröll mikil. Og auðvita var grillað fyrir þau kjúklingabringur og skemmtilegur eftirréttur og sumarkvöldsins notið við spjall og spekúlasjón. Góður dagur með góðu fólki.
Eftirréttur
3 epli, gul eða græn
Kanilsykur, 4 msk.
Rjómaostur, 100 gr.
Ristaðar kókosflögur, tilbúnar frá Sollu í himneskri hollustu
Vanilluís
Eitt stórt álform eða fjögur lítil
Eplin afhýdd og kjarninn fjarlægður og síðan skorin í sneiðar. Raðað í álform og kanilsykri stráð yfir. Rjómaosturinn mýktur og smurt ofan á og kókosflögum (eða hnetuflögum) stráð efst og síðan grillað á Webernum í ca. 10 mín. eða þar til eplin eru orðin mjúk. Borið fram með vanilluís. Algjört lostæti eins og gefur að skilja.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.