Leggurinn skemmtir sér

Systkinin Norðdahl héldu eitt af sínum frægu ættarmótum ásamt mökum - börnum/mökum þeirra og barnabörnum og komu menn víða að - Harpa Lárusdóttir kom með sinn mann Harald og soninn Lárus Frey frá Danmörku en hinir komu frá stór Kópavogssvæðinu. Þetta var eins konar sumarbústaðarallý þar sem fyrst var stansað hjá Gísla og Rúnu í þeirra bústað og þar fór fram létt osta- og vínkynning, síðan var haldið í bústað okkar Eggerts og borin fram þríréttuð máltíð - Grillaður silungur á grænmetisbeði í forrétt og Grillaður lambaframpartur í aðalrétt, eftirrétturinn var síðan kaffi og nammi. Menn og konur undu glöð við ýmsa iðju fram eftir kvöldi,  fótboltaspark var stundað og unga fólkið - Urður - Arna - Lárus Freyr og Kári Daníel fóru í heita pottinn hjá Gísla og Rúnu. Hinir rabbabara á meðan, spreittu sig á pússli/spilum og var þetta einstaklega vel heppnað ættarmót. Mættir voru: Gísli, Rúna, Urður, Arna, Maja, Eggert, Kári, Hjördís, Tindur, Nói, Oddný, Kári Daníel, Harpa, Harald og Lárus Freyr.    Og alltaf sama blíðan. Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ maður verður grænn af öfund af því að lesa um svona blíðu og góðviðrisathafnir. Gott að heyra að þú ert að njóta sumarsins. Kveðja úr rigningunni í Leeds. Svava

Svava (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 19:53

2 identicon

Björk töffari (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 15:59

3 identicon

Kæra systir og mágur.

Mikið vildum við hafa verið með ykkur þarna í rallýinu. Lambaframpartur.........namm-namm.....nú fóru munnvatnskirtlarnir í gang svo um munaði !

Bestur kveðjur héðan,

Edda og Lalli

Edda Norðdahl (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 05:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband