Sumarfréttir

Sumar fréttir eru merkilegri en aðrar en sumarfréttir standa alltaf fyrir sínu. Á þessu sumri hefur veður verið mjög gott - í augnablikinu er skýjað en hlýtt og notalegt. Íbúar í Austurbrún hafa dvalið í sumarhúsi fjölskyldunnar og sleikt sól og safnað brúnku í stórum stíl. Inn á milli sólbaða höfum við stundað samkvæmislíf í höfuborginni en óvenju margir ættingjar og vinir hafa fyllt hina ýmsu tugi í sumar. Eggert og Gísli bró 6-tugi, aðrir 5-tugi og síðan hafa nokkrir gift sig og útskrifast úr margskonar skólum og mikið skálað. Að ógleymdum Eggerti Aroni sem lauk sínu fyrsta æviári 26. júní s.l. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband