12.8.2006 | 19:53
Leyfið börnunum að koma til mín
Systkinabarnaskírn í Fríkirkjunni; Snorri, Kári og Oddný létu ausa börn sín vígðu vatni í dag. Þau bera nöfnin Andri Luke, Nói og Margrét María. Maggý söng við meðleik Oddnýjar 3 lög sem tileinkuð voru hverju barni fyrir sig. Lögin eru Maríuvers, Fylgd (elsku litli ljúfur) og Wonderful world. Gaman væri að fá skoðanir manna á því hvert barn á hvaða lag.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 13.8.2006 kl. 16:56 | Facebook
Athugasemdir
Frábært að fá myndir!
Ég myndi segja að það sé ekki verið að reyna að blöffa með Maríuvers og segi því að það sé fyrir Margréti Maríu. Wonderful World sé tileinkað Andra Luke og að samasemmerki sé milli Nóa og Fylgd.
Hvuddnin stóð ég mig?
Atli (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 23:42
Sæll Atli og takk fyrir þátttöku í skoðanakönnuninni.
Þú ert sigurvegari dagsins í þessari flóknu þraut!
Allt gott héðan - sól og blíða í augnablikinu og litli bróðir farinn af stað út í hinn stóra heim.
Kv.
mn
Eggert J Levy og María Norðdahl, 15.8.2006 kl. 15:33
Hæ,
Fengum upp síðuna ykkar þegar við "gúggluðum" Eggert Aron. Eggert Aron, 7 ára, langaði til að sjá hvort nafnið sitt væri á internetinu...
kveðja
Friðrika og Eggert Aron
www.fridrikakristin.blogspot.com
Friðrika Kristín (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.