6.8.2006 | 20:49
Fróðleikur um mannanöfn
Eggert Aron Nafnið Eggert er upprunalega þýskt nafn, sem mun hafa borist hingað frá Noregi liklega á 15. öld. Það hefur verið þónokkuð notað í Húnavatnssýslu og þegar ég var að alast upp voru fimm sem báru nafnið í minni gömlu fæðingarsveit. Nafnið Aron er hins vegar hebreskt nafn að uppruna og merking þess óviss. Það mun hafa verið tekið upp hér á landi á 12. öld og hefur tíðkast síðan. Nafnið er afar vinsælt í dag, en sjaldgæft að þessi tvö nöfn séu sett saman.
Jóhanna Rakel Nafnið Jóhanna er upprunalega hebreskt nafn, sem mun hafa borist hingað frá Danmörku líklega á 17. öld. Árið 1910 var Jóhanna áttunda algengasta kvenmannsnafn á landinu. Nafnið Rakel er hebreskt að uppruna, Bíbliunafn. Kemur fyrst fyrir hér á landi á 13. öld og er afar vinsælt hin síðar ár. Jóhanna Rakel og Eggert Aron eru börn Jóhannesar og Hörpu.
Ásdís Heiða Nafnið Ásdís er íslenskt, dís helguð ásum og hefur tíðkast allt frá landnámsöld. Ingunn Hallgrímsdóttir fyrrum húsfreyja á Hofi í Vatnsdal, langa langaamma Ásdísar Heiðu, hafði mikið dálæti á Ásdísi á Bjargi í Miðfirði móður Grettis sterka, þaðan er nafnið fengið. Nafnið Heiða er stytting úr lengra nafni í þessu tilviki úr nafninu Aðalheiður. Ásdís Heiða er því skírð eftir ömmum sínum. Til gamans má geta þess að Ásdís Heiða er eini Íslendingurinn sem ber þetta nafn. Ásdís Heiða er dóttir Sigurðar og Berglindar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 15.9.2006 kl. 22:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.