Ættarmót í Fljótshlíðinni

Að baki góð helgi með ættarmót í Fljótshlíðinni innanborðs. Frá okkar ,,stórlegg" mættu fulltrúar flestra afkomenda ömmu og afa. Nú er það svo að nær helmingur afkomenda pabba (Baldurs) er búsettur erlendis en þeir sem búa hér á landi mættu vel - 9 af 13 voru á staðnum og skemmtu sér vel. Á okkar vegum voru 13 mættir og höfðum sumarbústað til umráða. Gott skipulag var á hlutunum og gekk allt snuðrulaust fyrir sig. Menn grilluðu saman og kvöldvaka var í Goðalandi, þar var slegið á létta strengi; sungið og kvæðamannakeppni  háð, leikir og ýmsar þrautir lagðar fyrir börnin eins og venja er við slík tækifæri. Og að sjálfsgðu var varðeldurinn á sínum stað. Leggurinn okkar stóð sig vel í alla staði og lagði m.a. til forsöngvara í fjöldasönginn, hreppti verðlaun í flokki vaskra barna og sýndi snilli sína í kveðskap. Er stolt af mínu fólki.

Ása og Bragi voru með fullt hús manna og Freyja og Bragi föðursystkini voru með sínu fólki.  Farið var inn að Fljótsdal eins og fyrir 16 árum. Í Fljótsdal voru systkini ömmu Guðbjargar fædd og alin upp og er núna farfuglaheimili rekið í gamla bænum. Mjög gaman að koma þangað og fögur útsýn frá bænum sem stendur innst í Fljótshlíðinni. Andblær gamalla tíma leikur um hlíðina fögru þar sem riður hetjur um héruð fyrr á öldum.

Úr faðmi stórættarinnar var haldið heim á leið og gerður stuttur stans í Litla-Holti í blíðskapar veðri. Þar hefur Eggert verið duglegur að endurreisa húsið okkar góða en fengið lítinn félagsskap frá sinni ektakvinnu sökum krankleika þeim sem hrjáir hana þetta árið. En glæsilegt er þar um að litast og lofar góðu um framhaldið. Og krankleikinn víkur fyrr en síðar og þá verður nú kátt í höllinni.

mn 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert J Levy og María Norðdahl

Er að tékka á þessu og athuga hverning þetta virkar

mn

Eggert J Levy og María Norðdahl, 25.7.2006 kl. 23:11

2 Smámynd: JEL

Blámann fer til föðurhúsana ef þú setur inn mynd í staðinn. Ferð í stjórnborð og "mínar stillingar" á þeirri síðu getur þú gert browse og valið einhverja mynd af tölvunni þinna og uploadað henni og vistað...

JEL, 26.7.2006 kl. 18:37

3 identicon

María! Fullur forvitni kíkti ég inn á síðuna þína.
Skemmtilegar hugleiðingar veittu mér innsýn í fjölskyldu þína.
Ég er Úlfar-Ingunn-Óskar.
Þú ert Úlfar-Guðbjörg-Baldur-María.
Bestu kveðjur frá langa-lang-frænda þínum.

Óskar Þór Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.8.2006 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband