Júní

Það gengur hægt að koma myndum inn á síðuna - tæknikunnáttan ekki upp á það besta. En eins og fram hefur komið er myndasmiðurinn bróðir minn sem var í Horsens um leið og ég. Þar dvöldum við hjá systur okkar sem býr þar og var ánægjulegt að hitta hann og í þessari ferð hitti ég líka Sigga á Berginu. Þeir sem hafa lesið bloggið mitt hafa rekist á hann, hann fylgdist með endurhæfingunni hjá mér og setti skemmtilegar athugasemdir og ljóð um þær kúnstir allar í gestabókina. Við systkinin höfum þekkt Sigga og hans fólk frá blautu barnsbeini og var gaman að hitta hann. Hann býr í Óðinsvéum á Fjóni og kom til Horsens til fundar við okkur systur. mn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ María mín og ég vildi nú bara þakka þér fyrir allar góðu kveðjurnar.En ég fer aftur á spítalann á morgun og verð þar í nokkra daga,en allt gengur vel og ég er smámsaman að hressast..kv.Björk töffari

Björk Andersen (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband