30.5.2007 | 21:45
Maí
Þá er maí mánuður senn á enda. Hann hefur verið viðburðarríkur í meira lagi, byrjaði á ferð til Horsens í Danmörku og dvaldi ég þar í viku í góðu yfirlæti hjá Eddu og Lalla. Þar var farið með mig eins og þjóðhöfðingja (eða þannig) dekrað og dekstrað við mig og kom ég endurnærð til baka. Kosið var til Alþingis og ný ríkisstjórn tekin við og spennandi verður að fylgjast með hvernig til tekst á stjórnarheimilinu. Í fyrsta sinn í sögunni teflir sami stjórnmálaflokkurinn fram jafn mörgum konum og körlum í ráðherrastóla og er svo sannarlega til fyrirmyndar. Eru þar miklar kempur á ferð, Ingibjörg Sólrún gamalreyndur stjórnmálamaður sem kann til verka, tími Jóhönnu Sig. er kominn og verður gaman að fylgjast með hennar störfum í velferðarmálum og síðast en ekki síst er Þórunn Sveinbjarnaóttir í ráðherrahópnum. Þorgerður Katrín heldur áfram að stýra menntamálum þjóðarinnar og hefði hennar flokkur að ósekju mátt fela fleiri konum stjórn ráðuneyta. Sjálfstæðisflokkurinn fylgir gömlum hefðum og notar gamalkunna goggunarröð - ekki nútímalegar aðferðir í stjórnun. Það eru spennandi tímar framundan í íslenskum stjórnmálum og ég hef fulla trú á að áhrifa kvenráðherranna muni gæta í þóðlífinu. Verkefnin eru óþrjótandi - jafna launamun - huga að velferðarkerfinu - málefni barna - málefni eldri borgara - menntamál - heilbrigðismál o.s.fr.
Verkefnin eru óþrjótandi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 31.5.2007 kl. 18:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.