15.7.2006 | 00:58
Helgarspjallið
Enn er blessuð blíðan í Reykjavík. Við hjónin fórum í ferðalag norður í land í síðustu viku. Gistum í Hrísey í tvær nætur hjá Oddnýju, Hallgrími og börnum. Þá beið Hótel Eddaá Akureyri eftir okkur og gistum þar aðrar tvær nætur í ,,Skrúði" fyrnagóðu herbergi. Stóðum á hliðarlínunni á ESSOmótinu ásamt fjölmennu stuðningsliði Tinds Kárasonar úr Blikunum. Mælum með Bláu Könnunni í göngugötunni og Greifanum á Akureyri.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Ferðalög | Facebook
Athugasemdir
Sæl mamma og Eggert. Til hamingju með nýja bloggið! Ég vissi ekki að það bærðist bloggþrá í Austurbrúninni en fagna þessari viðbót í netheimum. Oddný og co.
Oddný Sturludóttir (IP-tala skráð) 15.7.2006 kl. 14:04
Jah hérna nú ekki bjóst maður við því að þið mynduð fara beint úr venjulegri símatenginu og beint í bloggið! Ykkur hefur á augabragði fleytt fram um nokkur ár á tækniöldinni. Til lukku með bloggið og gott blogg! Fagraþing 10.
Kari sturluson (IP-tala skráð) 15.7.2006 kl. 16:18
velkomin i sæberspeis, ég mun setja hlekk frá síðunni hans Andra til ykkar.
snorri
snorri sturluson (IP-tala skráð) 22.7.2006 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.