14.5.2007 | 21:31
Að loknum kosningum
Þá liggja niðurstöður fyrir úr Alþingiskosningunum. Hefði kosið önnur úrslit en ekki er á allt kosið í þingheimi frekar en í Euróvísjón. Ég gætti tveggja barna sem eiga móður sem er stjórnmálamaður og hefur átt mjög annríkt undanfarið og þáðu þau ömmuskjól um helgina. Þannig að það var ekki lognmolla hér á bæ, mörg bátt þurftu koss, mikið skorið niður af ávöxtum og full vinna að brytja í þau matinn. Boðið var upp á hina frægu kjötsúpu húsins og rann hún ljúflega niður í ungviðið enda ekki lystaleysinu fyrir að fara þar. Þau hittu kanínu úti í garði og fannst mikið til um og reittu gras handa henni og klöppuðu og kjössuðu. Á laugardaginn fórum við Eggert til fundar við risessuna niður í bæ þegar hún var einmitt að baða sig, mikil krúsidúlla þar á ferð. Sóríkt og fallegt veður er í höfuðborginni núna en kalt. mn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:36 | Facebook
Athugasemdir
Hæ María mín...
Þú hittir naglann á höfuðið með hana Sólrúnu, hún býr á Selfossi og er nuddari og dreif sig svo í hjúkkuna, voða dugleg.
Og við Björk erum búnar að þekkjast lengi og ég hafði ekki hugmynd um að þið þekktust í gegnum Ljósið, svona er heimurinn lítill...
Vona að þú og þið séuð öll hress og kát og að þér líði vel kæra María.
Kveðja frá Norðurlandinu Anna Steinunn
Anna Steinunn (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.